Grosjean beitti ekki brögðum

Formúla-1/Renault | 28. maí 2015

Grosjean beitti ekki brögðum

Lotusliðið segist hafa gögn til að sýna og sanna, að Romain Grosjean var ekki að bremsuprófa Max Verstappen hjá Toro Rosso er belgísk-hollenski táningurinn ók aftan á Lotusbíl Grosjean í Mónakókappakstrinum.

Grosjean beitti ekki brögðum

Formúla-1/Renault | 28. maí 2015

Max Verstappen bar einn ábyrgð á árekstri þeirra Romain Grosjean …
Max Verstappen bar einn ábyrgð á árekstri þeirra Romain Grosjean í Mónakó. mbl.is/afp

Lotusliðið segist hafa gögn til að sýna og sanna, að Romain Grosjean var ekki að bremsuprófa Max Verstappen hjá Toro Rosso er belgísk-hollenski táningurinn ók aftan á Lotusbíl Grosjean í Mónakókappakstrinum.

Lotusliðið segist hafa gögn til að sýna og sanna, að Romain Grosjean var ekki að bremsuprófa Max Verstappen hjá Toro Rosso er belgísk-hollenski táningurinn ók aftan á Lotusbíl Grosjean í Mónakókappakstrinum.

Ökumennirnir voru að berjast um tíunda og síðasta stigasætið er Verstappen ók aftan á  Grosjean á bremsusvæði fyrir fyrstu beygju hringsins, Sainte Devote-beygjuna svonefndu. Lyktaði því með að bíll Verstappen skall á öryggisvegg og grófst inn í hann.

Í samtölum við fjölmiðla eftir óhappið sagðist Verstappen telja að Grosjean hafi prófað þolrif hans með því að bremsa óeðlilega snemma. Þetta ítrekaði hann svo á opinberri heimasíðu sinni á netinu.

Framkvæmdastjóri Lotusliðsins, Alan Permane, segir að þvert á móti hafi Grosjean í þetta sinn bremsað fimm metrum seinna en á næsta hring á undan. Þau sönnunargögn hefðu eftirlitsdómarar mótsins fengið og tekið góð og gild.

Niðurstaða þeirra var að Verstappen hafi borið alla sök á árekstrinum en Grosjean enga. Fékk Toro Rosso-liðinn þá refsingu að færast aftur á rásmarkinu í Montreal um fimm sæti auk þess sem tveir punktar voru strikaðir af keppnisskírteini hans.

mbl.is