„Eitt öflugasta fyrirtæki á Íslandi“

SPRON-málið | 1. júní 2015

„Eitt öflugasta fyrirtæki á Íslandi“

Fyrrverandi forstjóri og stjórnarmenn SPRON töldu sig gjörþekkja stöðu hlutafélagsins Exista þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán 30. september 2008. 

„Eitt öflugasta fyrirtæki á Íslandi“

SPRON-málið | 1. júní 2015

Guðmundur Örn Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON.
Guðmundur Örn Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON. mbl.is/Golli

Fyrrverandi forstjóri og stjórnarmenn SPRON töldu sig gjörþekkja stöðu hlutafélagsins Exista þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán 30. september 2008. 

Fyrrverandi forstjóri og stjórnarmenn SPRON töldu sig gjörþekkja stöðu hlutafélagsins Exista þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán 30. september 2008. 

„Það er ljóst að fjárhagsstaða Exista var mjög sterk á þessum tíma og fyrirtæki eitt það öflugasta á Íslandi,“ sagði Guðmundur Örn Hauksson, þáverandi forstjóri SPRON, við aðalmeðferð í SPRON-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Guðmundur Örn sagði að ekki hefði þótt ástæða til að taka frekari tryggingar fyrir lánveitingunni. Lausafjárstaða Exista hefði verið sterk og þá hefðu upplýsingar um fjármál félagsins verið veittar reglulega, enda félagið skráð í kauphöll.

Guðmundur Örn og fjórir fyrrum stjórnarmenn SPRON eru ákærðir fyrir umboðssvik í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans í veru­lega hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga þegar þau samþykktu á stjórn­ar­fundi SPRON hinn 30. sept­em­ber 2008 að veita hluta­fé­lag­inu Ex­istu tveggja millj­arða króna lán án trygg­inga og án þess að meta greiðslu­getu og eigna­stöðu fé­lags­ins í sam­ræmi við út­lána­regl­ur spari­sjóðsins.

Fékk eðlilega meðferð

Guðmundur Örn neitaði sök fyrir dómi í morgun og sagði að ekki hefði verið um umboðssvik að ræða. Málið hefði fengið eðlilega meðferð hjá stjórn SPRON og þá væri það rangt að farið hefði verið út fyrir heimildir til lánveitinga. „Tryggingar fyrir greiðslunni voru efnahagur og rekstur Exista eins og gagnvart öllum öðrum þeim sem höfðu lánað félaginu fé,“ sagði Guðmundur.

Það væri jafnframt „alfarið rangt að ekki hefði verið lagt mat á greiðslugetu og eignastöðu Exista áður en lánið var veitt.

Hann sagði að stjórnin hefði gætt allrar varúðar þegar teknar voru ákvarðanir um útlán. Ávallt væri gengið úr skugga um að lántekinn væri fær um að greiða til baka á þeim tíma sem um var samið. „Við gjörþekktum fjárhagslega stöðu Exista á þessum tíma,“ sagði hann.

Aðspurður sagði Guðmundur Örn að Exista hefði áður fengið lán af sama togi frá SPRON, þó aldrei svona hátt.

Segir stöðu Exista hafa verið sterka

Sérstakur saksóknari spurði hann út í útlánareglur SPRON og hvort þeim hafði verið fylgt. Guðmundur sagði að það hefði fyrst og fremst verið á könnu innri endurskoðanda SPRON að fylgja því eftir að starfsmenn störfuðu í samræmi við lög og reglur.

Saksóknari nefndi sérstaklega grein 1.2 í reglunum sem kveður á um að lánveitingar skuli á hverjum tíma miða af því að ná markmiðum SPRON um arðsaman rekstur, sterka eiginfjárstöðu og góða lausafjárstöðu sé náð.

Guðmundur Örn sagði að rekstur sparisjóðsins hefði verið misarðsamur á þessum tíma. Í raun hefði hlutabréfaverð sjóðsins farið lækkandi á þessum tíma og þá hefði einnig verið taprekstur á sparisjóðnum, í fyrsta sinn.

Hann ítrekaði hins vegar að þekking á málum Exista hefði verið fyrir hendi. Allar upplýsingar um félagið hefðu legið fyrir. „Það lá fyrir á þessum tíma að lausafjárstaða Exista var sterk. Þeir áttu laust fé í um það bil eitt ár,“ benti hann meðal annars á.

SPRON..
SPRON.. mbl.is/Ómar
mbl.is