Exista með öruggari lántakendum

SPRON-málið | 1. júní 2015

Exista með öruggari lántakendum

Hlutafélagið Exista var með öruggari lántakendum SPRON fyrir hrun. Stjórnendur sparisjóðsins þekktu fjárhagsstöðu félagsins mjög vel og töldu að hún hafi verið býsna sterk í lok septembermánaðar 2008, þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán.

Exista með öruggari lántakendum

SPRON-málið | 1. júní 2015

Frá aðalmeðferðinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Frá aðalmeðferðinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Hlutafélagið Exista var með öruggari lántakendum SPRON fyrir hrun. Stjórnendur sparisjóðsins þekktu fjárhagsstöðu félagsins mjög vel og töldu að hún hafi verið býsna sterk í lok septembermánaðar 2008, þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán.

Hlutafélagið Exista var með öruggari lántakendum SPRON fyrir hrun. Stjórnendur sparisjóðsins þekktu fjárhagsstöðu félagsins mjög vel og töldu að hún hafi verið býsna sterk í lok septembermánaðar 2008, þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán.

Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Valgeirs M. Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs SPRON, við aðalmeðferð í SPRON-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Sérstakur saksóknari telur að fyrrverandi stjórnarmenn og forstjóri SPRON hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hætti með lánveitingunni. Lánið til Exista hafi verið veitt án trygginga og án þess að meta greiðslugetu og eignastöðu Exista í samræmi við reglur sparisjóðsins.

Miklir hagsmunir í húfi

Valgeir sagði fyrir dómi í dag að stjórnendur SPRON á þessum tíma hefðu gjörþekkt stöðu Exista. Miklir hagsmunir hefðu enda verið í húfi fyrir sparisjóðinn, sem átti nokkurra prósenta hlut í félaginu.

„Við fylgdumst vel með uppgjörum Exista og síðan gerðum við okkur eigin innanhúsuppgjör á félaginu og virði þess. Við reiknuðum út mjög reglulega hvernig staða félagsins var með tilliti til eignasafnsins,“ sagði Valgeir og bætti við: 

„Þetta var það félag sem við þekktum best allra. Þá bæði undirliggjandi eignir þess og eins það sem þeir voru að stússast í.

Hann benti á að á þessum tíma, 30. september 2008, þegar lánið var veitt, hefði staða Exista verið mjög sterk. Árshlutareikningur félagsins hefði legið fyrir en samkvæmt honum átti félagið lausafé til að mæta endurfjármögnun til desember 2009.

„Ég gekk út frá því að það sem menn birtu þar [í afkomutilkynningunni] og vottuðu væri í takt við það sem menn töldu á þeim tíma,“ sagði Valgeir.

Valgeir M. Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON og núverandi forstjóri …
Valgeir M. Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON og núverandi forstjóri Skeljungs. mbl.is/Þórður
mbl.is