Rannveig: „Samviska mín er hrein“

SPRON-málið | 1. júní 2015

Rannveig: „Samviska mín er hrein“

Rannveig Rist, fyrrum stjórnarmaður í SPRON og núverandi forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sér ekki að neinar reglur hafi verið brotnar þegar stjórn SPRON samþykkti að veita Exista tveggja milljarða króna peningarmarkaðslán þann 30. september 2008. Hún segist í góðri trú að menn hafi unnið heiðarlega.

Rannveig: „Samviska mín er hrein“

SPRON-málið | 1. júní 2015

Rannveig Rist.
Rannveig Rist. mbl.is/Golli

Rannveig Rist, fyrrum stjórnarmaður í SPRON og núverandi forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sér ekki að neinar reglur hafi verið brotnar þegar stjórn SPRON samþykkti að veita Exista tveggja milljarða króna peningarmarkaðslán þann 30. september 2008. Hún segist í góðri trú að menn hafi unnið heiðarlega.

Rannveig Rist, fyrrum stjórnarmaður í SPRON og núverandi forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sér ekki að neinar reglur hafi verið brotnar þegar stjórn SPRON samþykkti að veita Exista tveggja milljarða króna peningarmarkaðslán þann 30. september 2008. Hún segist í góðri trú að menn hafi unnið heiðarlega.

Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli hennar við aðalmeðferð í SPRON-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjórir fyrrum stjórnarmenn og forstjóri SPRON eru ákærðir í málinu fyrir umboðssvik.

Þeim er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans í verulega hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga þegar þeir samþykktu á stjórnarfundi SPRON hinn 30. sept­em­ber 2008 að veita Ex­istu tveggja millj­arða króna lán án trygg­inga og án þess að meta greiðslu­getu og eigna­stöðu fé­lags­ins í sam­ræmi við út­lána­regl­ur spari­sjóðsins.

Rannveig settist í stjórn SPRON á fyrri hluta árs 2008. Hún hafði þá enga reynslu af bankastarfsemi, þekkti ekki til starfsemi SPRON en þekkti þó aðeins til Exista vegna fyrri starfa.

Hún sagði að í haust yrðu sjö ár frá því að stjórnarfundurinn, þar sem samþykkt var að veita lánið, fór fram. „Þó ég hafi allgott minni man ég ekki nógu vel eftir þessum fundi,“ sagði hún.

Hún fær ekki séð að neinar reglur hafi verið brotnar við lánveitinguna. Þetta hefði verið peningamarkaðslán til skamms tíma, þrjátíu daga, sem hefði síðan verið framlengt nokkrum sinnum án þess að stjórnin hefði rætt framlengingarnar séstaklega. Rannveig sagði meðal annars að innan stjórnar SPRON hefði verið mikil þekking fyrir hendi á Exista. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður, var forstjóri Exista á þessum tíma og þá sat Guðmundur Örn Hauksson sparisjóðsstjóri í stjórn Exista. Rannveig sagði það skyldu þeirra að gera öðrum stjórnarmönnum viðvart ef eitthvað hefði verið athugavert við lánveitinguna sem um er deilt.

Fjármálaeftirlitið hefði heldur ekki gert neinar athugasemdir við lánveitinguna.

Töldu lánið gott

„Við töldum þetta vera viðskiptalega eðlilegt og gott lán. Við sáum alls ekki allt fall fjármálakerfisins fyrir, eða þá Kaupþings. Ég tel að fall Kaupþings hafi ráðið miklu um hvernig fór.“

Rannveig sagði það merkilegt, og það kom henni raunar á óvart, að á meðal málsgagna ákæruvaldsins var ekki uppgjör Exista eins og það lá fyrir 30. september 2008, sama dag og stjórnarfundurinn fór fram.

„Ég er ekki óskeikul frekar en annað fólk og skorast ekki undan ábyrgð,“ sagði Rannveig. Hún sagðist hafa starfað af heilindum sem stjórnarmaður í SPRON. „Samviska mín er hrein og ég hef alla mína tíð unnið af heilindum og geri ávallt mitt besta. Ég er hreinlega þannig alin upp.“

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is