„Þetta er eins og að aka bíl“

SPRON-málið | 1. júní 2015

„Þetta er eins og að aka bíl“

„Þetta er eins og að aka bíl. Þetta er bara í höfðinu á manni. Auðvitað hefur maður hliðsjón af reglunum.“ Þetta sagði Ari Bergmann Einarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON, við aðalmeðferð í SPRON-málinu svokallaða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

„Þetta er eins og að aka bíl“

SPRON-málið | 1. júní 2015

SPRON.
SPRON. mbl.is/Rax

„Þetta er eins og að aka bíl. Þetta er bara í höfðinu á manni. Auðvitað hefur maður hliðsjón af reglunum.“ Þetta sagði Ari Bergmann Einarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON, við aðalmeðferð í SPRON-málinu svokallaða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

„Þetta er eins og að aka bíl. Þetta er bara í höfðinu á manni. Auðvitað hefur maður hliðsjón af reglunum.“ Þetta sagði Ari Bergmann Einarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON, við aðalmeðferð í SPRON-málinu svokallaða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Átti hann þar við útlánareglur sparisjóðsins en sérstakur saksóknari telur að fjórir fyrrverandi stjórnarmenn í SPRON, sem og fyrrum forstjóri sparisjóðsins, hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga þegar þeir samþykktu á stjórn­ar­fundi SPRON hinn 30. sept­em­ber 2008 að veita Ex­istu tveggja millj­arða króna pen­inga­markaðslán. Lánið var veitt án trygg­inga og án þess að greiðslu­geta og eigna­staða Exista var metin í sam­ræmi við út­lána­regl­ur spari­sjóðsins, að mati saksóknara.

Ari Bergmann neitaði sök og sagði að ekki hefði verið um refsiverða háttsemi að ræða.

Um var að ræða peningamarkaðslán. Lánið var fram­lengt fjór­um sinn­um og var síðasti gjald­dagi þess 16. mars 2009. Það var ekki greitt til baka og seg­ir í ákæru sér­staks sak­sókn­ara og það verði að telja það spari­sjóðnum að fullu eða að veru­legu leyti glatað.

Ari Bergmann benti á, þegar hann svaraði spurningum sérstaks saksóknara, að peningamarkaðslán hefðu ávallt verið án sérstakra trygginga. „Þetta voru allt skammtímalán. Þetta var lán án trygginga og það var heimilt að gera það.“

Meðvitaðir um reglurnar

Hann sagði að á stjórnarfundinum hinn 30. september 2008 hefðu lánareglur sparisjóðsins ekki verið skoðaðar sérstaklega, en stjórnarmenn hefðu að sjálfsögðu verið meðvitaðir um þær. Sjálfur starfaði Ari Bergmann sem útibússtjóri og sagðist því hafa þekkt útlánareglurnar afar vel. Hann sagði að þær væru almennt orðaðar. Rauði þráðurinn í þeim sneri að eftirliti, skoðun og varfærni, en þó bæri að líta til þess að þær væru miðaðar fyrst og fremst við útibú sparisjóðsins.

Þetta væru eins konar vinnureglur fyrir starfsmenn.

Viðvarandi lausafjárskortur

Á stjórnarfundinum var rætt um lausafjárskort, en í fundargerðinni segir að lausafjárskortur undanfarinna vikna væri orðinn SPRON dýr. Ari Bergmann sagði að stjórnarmennirnir hefðu byrjað á því að spyrja hvort SPRON ætti til peninga fyrir þessu útláni, þ.e. tveggja milljarða króna láninu til Exista. Þeirri spurningu hefði verið svarað játandi. 

„Það var litið svo á að þessir peningar væru til. Það var sagt að þetta væri skammtímalán og að það hentaði fjárstýringunni afar vel,“ sagði hann.

Auk þess benti hann á, þegar rætt er um lausafjárskort SPRON, að verið væri að vísa til þess að Seðlabankinn hefði til að mynda ekki verið að lána sparisjóðnum. Hann hefði þurft að reiða sig á lán frá Kaupþingi, sem hefðu verið heldur dýr.

Kannast ekki við VÍS-snúninginn

Fram kemur í ákæru sérstaks saksóknara að aðdragandi lánsbeiðni Existu hafi verið sá að VÍS hafi veitt fjögurra milljarða króna peningamarkaðslán til Existu 18. september 2008. Exista hafi endurgreitt lánið til VÍS 30. september, en sú endurgreiðsla var að helmingi fjármögnuð með því láni SPRON til Existu sem ákært er fyrir.

Sama dag veitti VÍS SPRON peningamarkaðslán að fjárhæð tveir milljarðir króna, en þeir fjármunir voru aftur notaðir af hálfu SPRON til að fjármagna lán, sömu fjárhæðar, til Existu. Engar tryggingar voru þó teknar í láni VÍS af hálfu SPRON til að tryggja endurgreiðslu á láninu til Existu og segir saksóknari að eftir þennan snúning hafi áhættunni af láninu verið velt af VÍS og yfir á SPRON.

Ari Bergmann sagðist í morgun ekki kannast við þennan meinta snúning. Hann sagði að stjórnin hefði aldrei nokkrun tímann rætt innlán SPRON á fundum sínum og því hafi honum ekki verið kunnugt um að VÍS hefði lánað SPRON þessa tvo milljarða.

Frá fyrirtöku málsins í héraðsdómi á síðasta ári.
Frá fyrirtöku málsins í héraðsdómi á síðasta ári. mbl.is/Golli
mbl.is