Kaup sjeiksins Mohamed Al-Thani frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþing banka í lok september 2008 efldi tiltrú manna á íslensku efnahagslífi og sannfærði fyrrum stjórnarmenn í SPRON um að Exista, sem átti stóran hlut í Kaupþingi, stæði styrkum fótum.
Kaup sjeiksins Mohamed Al-Thani frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþing banka í lok september 2008 efldi tiltrú manna á íslensku efnahagslífi og sannfærði fyrrum stjórnarmenn í SPRON um að Exista, sem átti stóran hlut í Kaupþingi, stæði styrkum fótum.
Kaup sjeiksins Mohamed Al-Thani frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþing banka í lok september 2008 efldi tiltrú manna á íslensku efnahagslífi og sannfærði fyrrum stjórnarmenn í SPRON um að Exista, sem átti stóran hlut í Kaupþingi, stæði styrkum fótum.
Þetta kom fram í máli stjórnarmannanna við aðalmeðferð í SPRON-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sögðu þeir að kaup sjeiksins hefði átt sinn þátt í því að samþykkt var á stjórnarfundi 30. september 2008 að veita Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán, þ.e. lánið sem málið snýst um.
Sem kunnugt er var tilkynnt um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi 22. september 2008. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti væri að ræða og sakfelldi Hæstiréttur síðan fjóra fyrrverandi stjórnendur og eigendur bankans fyrir markaðsmistnotkun og umboðssvik í febrúarmánuði síðastliðnum.
Margrét Guðmundsdóttir sat í stjórn SPRON þegar lánið margumrædda var veitt en hún er forstjóri Icepharma og stjórnarformaður N1. Hún sagðist fyrir dómi í gær muna afar vel eftir stjórnarfundinum. Hann hefði enda verið daginn eftir að Glitnir féll og var tekinn yfir að hluta til af ríkinu. Það hefði vitanlega verið ákveðið sjokk. „Þarna héldum við að botninum væri náð.“
Margrét rifjaði upp þá tíma þegar hún starfaði hjá dönsku fyrirtæki sem var í eigu Kúveita. Hún hefði átt í miklum og góðum samskiptum við eigendurna og séð glögglega að arabar væru þannig hugsandi að þeir vönduðu mjög til verka þegar kæmi að fjárfestingum, þar á meðal í Evrópu. Kaup Al-Thanis hefðu síðan sannfært hana um að Kaupþing væri í sterkri stöðu og þá jafnframt Exista.
Ari Bergmann Einarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON, sem er einnig ákærður í málinu, tók í svipaðan streng. Hann sagði að menn hefðu ekki aðeins talið að kaup sjeiksins væru góð tíðindi fyrir Kaupþing, heldur einnig fyrir íslenskt efnahagslíf. „Maður hélt að botninum væri náð og það væri bjart framundan,“ sagði hann.
Það sama kom fram í máli Rannveigar Rist. Kaup sjeiksins hefðu sannarlega eflt tiltrú manna á íslensku efnahagslífi. „Al-Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni,“ sagði hún.
Hún áréttaði að stjórnin hefði á þessum tíma alls ekki séð fyrir fall fjármálakerfisins eða Kaupþings. Það er reyndar mat hennar að Kaupþing hafi verið fellt, ef svo má segja. Hryðjuverkalögin sem bresk stjórnvöld beittu gegn Íslandi hefðu verið fordæmalaus aðgerð.