Eðlilegur hluti af lausafjárstýringu

SPRON-málið | 2. júní 2015

Eðlilegur hluti af lausafjárstýringu

Fyrrum starfsmenn fjárstýringar hjá Exista sögðu við aðalmeðferð í SPRON-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að félagið hefði alla jafna tekið fjölmörg peningamarkaðslán. Þau lán hefðu yfirleitt verið tekin án veða.

Eðlilegur hluti af lausafjárstýringu

SPRON-málið | 2. júní 2015

Frá aðalmeðferð í SPRON-málinu.
Frá aðalmeðferð í SPRON-málinu. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrrum starfsmenn fjárstýringar hjá Exista sögðu við aðalmeðferð í SPRON-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að félagið hefði alla jafna tekið fjölmörg peningamarkaðslán. Þau lán hefðu yfirleitt verið tekin án veða.

Fyrrum starfsmenn fjárstýringar hjá Exista sögðu við aðalmeðferð í SPRON-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að félagið hefði alla jafna tekið fjölmörg peningamarkaðslán. Þau lán hefðu yfirleitt verið tekin án veða.

Fyrrum stjórnarmönnum og forstjóra SPRON er gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu þegar þeir samþykktu á stjórnarfundi SPRON 30. september 2008 að veita Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán án trygginga og án þess að meta greiðslugetu og eignastöðu félagsins.

Hallgrímur Björnsson, sem starfaði við fjárstýringu hjá Exista þegar lánið var veitt, sagði fyrir dómi í morgun að það hefði verið mjög algengt að taka peningamarkaðslán á þessum tíma. Það hefði verið stór hluti af fjárstýringu stórra fyrirtækja. „Menn voru að reyna að ávaxta peningana með því að lána þá á milli,“ sagði hann.

Var framlengt fjórum sinnum

Þetta tiltekna lán, sem ákært er fyrir í málinu, var fram­lengt fjór­um sinn­um og var síðasti gjalddagi þess 16. mars 2009. Það var ekki greitt til baka og seg­ir í ákæru sér­staks sak­sókn­ara og það verði að telja það spari­sjóðnum að fullu eða að veru­legu leyti glatað.

Hallgrímur sagðist ekki muna eftir umræddu láni eða framlengingu þess. Það sama gilti um Harald I. Þórðarson, sem var framkvæmdastjóri fjárstýringar Exista á þessum tíma. 

„Peningamarkaðslán eru almennt ekki tekin með veðum. Þetta eru skammtímagjörningar, allt frá því að vera í eina nótt og upp í nokkra mánuði,“ sagði Haraldur. Þetta væri einfaldlega liður í lausafjárstýringu félagsins.

Hann nefndi einnig að ekki hefði verið óalgengt að lánum sem þessum væri framlengt, að „svona skammtímagjörningum sé rúllað“.

Saksóknari spilaði nokkur símtöl fyrir dómi í morgun og spurði Hallgrím út í þau. Í símtölunum ræddi Hallgrímur við starfsmann fjárstýringar SPRON um lánveitinguna til sparisjóðsins. Hallgrímur sagðist vissulega kannast við rödd sína, en ekki muna neitt eftir þessum samtölum. Haraldur sagðist heldur ekki muna eftir lánveitingunni eða tilefni hennar.

mbl.is