Guðmundur Örn Hauksson, fyrrum forstjóri SPRON, sat ekki í stjórn sparisjóðsins þegar ákveðið var að veita Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán þann 30. september 2008. Frumskilyrði refsiábyrgðar, um að Guðmundur hafi verið í aðstöðu til að skuldbinda sparisjóðinn með þessum hætti, var ekki til staðar og því ber að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins.
Guðmundur Örn Hauksson, fyrrum forstjóri SPRON, sat ekki í stjórn sparisjóðsins þegar ákveðið var að veita Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán þann 30. september 2008. Frumskilyrði refsiábyrgðar, um að Guðmundur hafi verið í aðstöðu til að skuldbinda sparisjóðinn með þessum hætti, var ekki til staðar og því ber að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins.
Guðmundur Örn Hauksson, fyrrum forstjóri SPRON, sat ekki í stjórn sparisjóðsins þegar ákveðið var að veita Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán þann 30. september 2008. Frumskilyrði refsiábyrgðar, um að Guðmundur hafi verið í aðstöðu til að skuldbinda sparisjóðinn með þessum hætti, var ekki til staðar og því ber að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins.
Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Andra Árnasonar, verjanda Guðmundar Arnar, við málflutning í SPRON-málinu svonefnda í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Guðmundur Örn er, ásamst fyrrum stjórnarmönnum SPRON, ákærður fyrir umboðssvik. Er þeim gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum og stefnt fé hans í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga þegar þau samþykktu á stjórnarfundi SPRON að veita Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán.
Andri sagði að krafa um refsingu á hendur Guðmundi yrði ekki reist á sömu forsendum og hinum stjórnarmönnunum. Ákvörðunin um lánið hefði verið tekin af stjórninni.
„Ákærði tók ekki ákvörðun um þessa lánveitingu og hafði ekki heimild til þess. Hann getur því hvorki borið sjálfstæða ábyrgð á láninu né sameiginlega ábyrgð með stjórninni,“ sagði Andri og bætti við að stjórnin ákveddi sjálfstætt að veita lán sem æðsta stofnun sparisjóðsins. Hún væri óbundin af öðru en eigin afstöðu til málefnisins.
Andri sagði það ósannað í málinu að Guðmundur Örn hefði kynnt þessa umræddu lánveitingu fyrir stjórninni eða hvatt hana - með einhverjum hætti - til að samþykkja hana. Fram hefði komið í máli fyrrum stjórnarmannsins Ara Bergmanns Einarssonar, og reyndar fleiri stjórnarmanna, að Valgeir M. Baldursson, fyrrum framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, hefði séð um að kynna lánið á fundinum. Það væri enda eðlilegt, þar sem Valgeir hefði verið yfir fjármálasviðinu, þangað sem erindið frá Exista barst fyrst.
Andri sagði enn fremur að ákærði Guðmundur hefði heldur ekki borið ábyrgð á útgreiðslu lánsins. Aftur kæmi Valgeir við sögu sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Hann hefði komið boðum áleiðis til fjárstýringar SPRON um að framkvæma millifærsluna til Exista.
Hann taldi að þó svo að Guðmundur hefði ekki verið í aðstöðu til að skuldbinda sparisjóðinn, heldur sjálf stjórnin, þá hefði ákvörðun stjórnarinnar um að samþykkja lánið verið forsvaranlegt. Lánareglur sparisjóðsins hefðu ekki verið bindandi fyrir stjórnina, þar sem hún gat sett nýjar lánareglur innan þeirra marka sem lög leyfðu, en sú umfjöllun skipti þó engu máli, þar sem það væri af og frá að stjórnin hefði brotið reglurnar.
Ekkert hefði verið að þessari lánveitingu. Ákvörðunin hefði verið byggð á faglegum forsendum að öllu leyti. Andri benti meðal annars á að lánið hefði numið um 0,7% af eigið fé Exista á þessum tíma, 30. september 2008. Hún hefði því ekki verið talin áhættumikil, sérstaklega í ljósi sterkrar stöðu Exista, sem var eitt stærsta fyrirtæki landsins.
Hann viðurkenndi að lánsbeiðnin frá Exista hefði verið afbrigðileg, enda hefði verið um hátt lán að ræða á mælikvarða sparisjóðsins, tveir milljarðar króna. Sérstakur saksóknari hefur bent á í ákæru sinni að lánið hafi verið það eina sem stjórnin samþykkti á árunum 2007 og 2008. „En það var ekki einsdæmi að stjórnin fjallaði um há lán eða há útlánamörk,“ sagði Andri. Ljóst væri að stjórnin hefði oft fjallað um stórar áhættur og lánveitingar á sínum fundum, þar á meðal þennan sama dag og lánið til Exista var samþykkt.