Saksóknari í SPRON-málinu svonefnda telur að fyrrum sparisjóðsstjóri og stjórnarmenn SPRON hafi átt að gera sjálfstæða könnun á því hvort til væri laust fé innan sparisjóðsins þannig að hægt væri að lána hlutafélaginu Exista tveggja milljarða króna lán í lok september 2008. Full ástæða hafi verið til að gæta allrar varúðar.
Saksóknari í SPRON-málinu svonefnda telur að fyrrum sparisjóðsstjóri og stjórnarmenn SPRON hafi átt að gera sjálfstæða könnun á því hvort til væri laust fé innan sparisjóðsins þannig að hægt væri að lána hlutafélaginu Exista tveggja milljarða króna lán í lok september 2008. Full ástæða hafi verið til að gæta allrar varúðar.
Saksóknari í SPRON-málinu svonefnda telur að fyrrum sparisjóðsstjóri og stjórnarmenn SPRON hafi átt að gera sjálfstæða könnun á því hvort til væri laust fé innan sparisjóðsins þannig að hægt væri að lána hlutafélaginu Exista tveggja milljarða króna lán í lok september 2008. Full ástæða hafi verið til að gæta allrar varúðar.
Þriggja daga aðalmeðferð í málinu lauk í dag. Þau Guðmundur Örn Hauksson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPRON, og fyrrum stjórnarmennirnir Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist eru ákærð fyrir umboðssvik. Þeim er gefið að sök að hafa misnotað umboð sitt hjá sparisjóðnum með því að samþykkja á stjórnarfundi 30. september 2008 að veita Exista tveggja milljarða króna lán. Þau neita öll sök.
Við aðalmeðferðina hefur talsvert verið rætt um lausafjárstöðu SPRON á þeim tíma þegar lánið var veitt, en þá voru, eins og kunnugt er, blikur á lofti á íslenskum fjármálamörkuðum. Daginn fyrir stjórnarfundinn hafði ríkið til að mynda tekið yfir Glitni.
Birgir Jónasson, saksóknari í málinu, telur að við lánveitinguna til Exista hafi útlánareglur sparisjóðsins verið brotnar. Hann vísaði meðal annars til greinar 1.2 í reglunum þar sem segir að lánveitingar á hverjum tíma skuli „miða að því að markmiðum SPRON um arðsaman rekstur, sterka eiginfjárstöðu og góða lausafjárstöðu verði náð“.
Hann benti einnig á að á stjórnarfundinum 30. september hefði almennt verið rætt um fjárhagsstöðu SPRON, þar á meðal lausafjárstöðuna, en í fundargerðinni segir að lausafjárskortur undafarinna vikna væri orðinn sparisjóðnum dýr.
Það væri til marks um að lausafjárstaða SPRON hefði verið slæm á þessum tíma. Stjórnarmenn SPRON sögðu í skýrslutökum sínum fyrir dómi að vissulega hefðu verið áhyggjur uppi um slæma lausafjárstöðu sparisjóðsins. Staðan hefði verið rædd undir þeim formerkjum á fundinum og starfsmenn í fjárstýringu þráspurðir út í málið. Svarið hefði verið á þá leið að sparisjóðurinn hefði átt nægilegt laust fé til að lána Exista milljarðana tvo.
Birgir sagði fyrir dómi í dag að hættumerki hefðu verið uppi í íslensku efnahagslífi á þessum tíma. Lánareglur gerðu ráð fyrir að stjórnendur sparisjóðsins gættu allrar varúðar við lánveitingar og að þeir legðu jafnframt sjálfstætt mat á lausafjárstöðuna.
Það hefði verið full ástæða fyrir stjórnarmennina að stíga varlega til jarðar, þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem var komin upp á fjármálamörkuðum 30. september 2008. Því hefði hins vegar farið fjarri að ákærðu færu eftir þeim varúðarreglum sem þeim bar skylda til í störfum sínum. Þannig hefðu þau misnotað aðstöðu sína þegar þau veittu umrætt lán.