Samherji krefst gagna frá saksóknara

Húsleit hjá Samherja | 5. júní 2015

Samherji krefst gagna frá saksóknara

Krafa sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og tengdra félaga um að sérstakur saksóknari aflétti haldi á gögnum sem Seðlabankinn lagði hald á árið 2012 var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið tengist rannsókn á meintum brotum félaganna á lögum um gjaldeyrishöft.

Samherji krefst gagna frá saksóknara

Húsleit hjá Samherja | 5. júní 2015

Húsleit var gerð í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í …
Húsleit var gerð í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í Reykjavík í mars 2012. Skapti Hallgrímsson

Krafa sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og tengdra félaga um að sérstakur saksóknari aflétti haldi á gögnum sem Seðlabankinn lagði hald á árið 2012 var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið tengist rannsókn á meintum brotum félaganna á lögum um gjaldeyrishöft.

Krafa sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og tengdra félaga um að sérstakur saksóknari aflétti haldi á gögnum sem Seðlabankinn lagði hald á árið 2012 var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið tengist rannsókn á meintum brotum félaganna á lögum um gjaldeyrishöft.

Málið varðar Samherja og fimmtán tengdum félögum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að Seðlabankinn hafi lagt hald á töluvert magn gagna í tengslum við rannsóknina. Þau gögn hafi síðan runnið til embættis sérstaks saksóknara. Þegar sé búið að skila um 80-90% þeirra gagna til félaganna og krafa þeirra lúti að því sem eftir standi.

„Meðferð málsins er ekki lokið og við teljum okkur þurfa að hafa gögnin áfram á meðan það er til meðferðar hjá embættinu,“ segir Ólafur Þór um ástæðu þess að öllum gögnunum hafi ekki verið skilað til félaganna.

Húsleit var gerð í starfsstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri 27. mars árið 2012. Hún var gerð í samstarfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara. Tilefnið var grunur um brot á ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Seðlabankinn lauk sinni rannsókn vorið 2013 og fór málið þá til sérstaks saksóknara.

Fulltrúar Samherja hafa frá upphafi sagt rannsóknina tilefnislausa og gagnrýnt hversu mikið hún hefur dregist á langinn. Fyrirtækið hafi farið að lögum um gjaldeyrismál.

Ólafur Þór segir málið stórt og umfangsmikið. Fara hafi þurft yfir mikið magn gagna á sama tíma og dregið hafi verið verulega úr umsvifum embættisins.

mbl.is