Fékk áfall þegar hún sá myndina af sér

Heilsuferðalagið | 11. júní 2015

Fékk áfall þegar hún sá myndina af sér

„Ég var aðeins 8 kílóum of þung en þau virtust öll setjast á efri hluta líkamans, mér leið ekki vel og var búin að hugsa lengi um hvort ég þyrfti á einkaþjálfun að halda til að losna við þau, því ekkert gekk hjá mér þó að ég væri að æfa eitthvað og reyna að bæta mataræðið hjá mér. Ég var farin að velja mér víð föt til að fela björgunarhringinn og fela hvað ég var búin að þyngjast fyrir sjálfum mér og öðrum. Ég sótti um að taka þátt í heilsuferðalaginu og hugsaði með mér að ég yrði pottþétt valin ef mér væri ætlað þetta verkefni og viti menn ég var valin,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir í sínum nýjasta pistli.

Fékk áfall þegar hún sá myndina af sér

Heilsuferðalagið | 11. júní 2015

Kristín J. Rögnvaldsdóttir fyrir og eftir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir fyrir og eftir.

„Ég var aðeins 8 kílóum of þung en þau virtust öll setjast á efri hluta líkamans, mér leið ekki vel og var búin að hugsa lengi um hvort ég þyrfti á einkaþjálfun að halda til að losna við þau, því ekkert gekk hjá mér þó að ég væri að æfa eitthvað og reyna að bæta mataræðið hjá mér. Ég var farin að velja mér víð föt til að fela björgunarhringinn og fela hvað ég var búin að þyngjast fyrir sjálfum mér og öðrum. Ég sótti um að taka þátt í heilsuferðalaginu og hugsaði með mér að ég yrði pottþétt valin ef mér væri ætlað þetta verkefni og viti menn ég var valin,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir í sínum nýjasta pistli.

„Ég var aðeins 8 kílóum of þung en þau virtust öll setjast á efri hluta líkamans, mér leið ekki vel og var búin að hugsa lengi um hvort ég þyrfti á einkaþjálfun að halda til að losna við þau, því ekkert gekk hjá mér þó að ég væri að æfa eitthvað og reyna að bæta mataræðið hjá mér. Ég var farin að velja mér víð föt til að fela björgunarhringinn og fela hvað ég var búin að þyngjast fyrir sjálfum mér og öðrum. Ég sótti um að taka þátt í heilsuferðalaginu og hugsaði með mér að ég yrði pottþétt valin ef mér væri ætlað þetta verkefni og viti menn ég var valin,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir í sínum nýjasta pistli.

„Mesta áfallið var samt sem áður að sjá fyrir myndina af mér, ég fékk nett áfall en það var líka gott og ég var líka alveg viss frá byrjun að ég gæti þetta. Það er á vissan hátt gott að vera í opinberu átaki, ég fæ mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig. Ég hef líka fengið mikið af fyrirspurnum frá konum sem ég þekki sem langar að taka sig á og koma sér í form. Árangur minn virkar hvetjandi á þær, þær sjá að þetta er hægt og ég get stðfest að svo er þetta meira gaman er erfitt. Það er í raun einfaldara að borða hollt og hreyfa sig en að vera í óhollustunni, þetta snýst bara um nýjar venjur og hætta að vera með afsakanir fyrir hreyfingarleysi.“

Kristín þrílærbrotnaði um tvítugt og hefur það stundum háð henni.

„Ég er stundum hölt, verkjuð og bólgin í kringum hægra hné. Þjálfararnir í Hreyfingu hafa passað vel upp á mig og nú er ég búin að æfa nánast á hverjum degi í 10 vikur og ekki þurft að taka hlé vegna meiðsla eins og svo oft áður. Einnig hefur lærvöðvinn styrkst og vöðvar í kring um hné sem er fyrirbyggjandi. Það er því vel hægt að æfa þrátt fyrir meiðsli og alltaf hægt að finna æfingar við hæfi, þegar þú ert með fagfólk þér við hlið.

Í lok heilsuferðalagsins vorum við vigtaðar og mældar ég er mjög ánægð með árangurinn, ég hef misst 7 kíló og 8,4% af fitu sem þýðir að ég hef misst 8,4 kg af fitu og bætt á mig 1,4 kg af vöðvum. Ég er full af orku og kem meira í verk en áður. þegar okkur líður vel á gengur bara allt mikið betur. En ég hef líka sett mér nýtt markmið og það er að vera komin í 66,5 kg fyrir 1. október en þá verðum við í heilsuferðalaginu vigtaðar og mældar á ný. Á þessum tíma í heilsuferðalaginu hef ég lært að ég verð alltaf að gefa mér tíma til að huga að eigin heilsu og hollustu til að fyrirbyggja andlega og líkamlega vanlíðan,“ segir Kristín.

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is
mbl.is