Séu ekki til rannsóknar árum saman

Húsleit hjá Samherja | 11. júní 2015

Séu ekki til rannsóknar árum saman

„Menn vilja ekki sæta því að vera undir rannsóknum árum saman án þess að nokkuð sé að gerast,“ segir Garðar Guðmundur Gíslason, lögmaður Samherja. Fjallað var um kröfu fyrirtækisins og fleiri lögaðila um að sérstakur saksóknari aflétti haldi á gögnum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Séu ekki til rannsóknar árum saman

Húsleit hjá Samherja | 11. júní 2015

Leitað var í höfuðstöðvum Samherja, bæði á Akureyri og í …
Leitað var í höfuðstöðvum Samherja, bæði á Akureyri og í Reykjavík, 27. mars árið 2012 í tengslum við rannsókn á meintum brotum á gjaldeyrislögum. mbl.is/Skapti

„Menn vilja ekki sæta því að vera undir rannsóknum árum saman án þess að nokkuð sé að gerast,“ segir Garðar Guðmundur Gíslason, lögmaður Samherja. Fjallað var um kröfu fyrirtækisins og fleiri lögaðila um að sérstakur saksóknari aflétti haldi á gögnum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Menn vilja ekki sæta því að vera undir rannsóknum árum saman án þess að nokkuð sé að gerast,“ segir Garðar Guðmundur Gíslason, lögmaður Samherja. Fjallað var um kröfu fyrirtækisins og fleiri lögaðila um að sérstakur saksóknari aflétti haldi á gögnum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Gögnin varða rannsókn sérstaks saksóknara og Seðlabankans þar áður á meintum brotum Samherja og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál. Þrjú ár eru liðin frá því að húsleitir voru gerðar í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri vegna málsins. Félögin gera nú kröfu um að sérstakur saksóknari skili gögnum sem hann heldur enn.

„Þetta ágæta embætti sérstaks saksóknara er búið að sitja á gögnunum í 38 mánuði og það er engin hreyfing á neinum rannsóknum og hefur ekki verið í eitt og hálf ár,“ segir Garðar.

Skjölin varða 42 lögaðila

Lagt var hald á mikið magn gagna í rannsókninni en hluta þeirra hefur þegar verið skilað. Garðar segir hins vegar að sérstakur saksóknari haldi enn afritum af hálfri milljón rafrænna skjala sem varða 42 lögaðila.

„Það er bara ekki í samræmi við það sem við teljum lög standa til. Gögnin eru búin að vera í haldi í 38 mánuði. Þú þarft ekki 38 mánuði til þess að komast að því hvort að gögnin sem þú ert með geti haft einhverja þýðingu í sakamáli,“ segir Garðar.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við mbl.is þegar málið var tekið fyrir í síðustu viku að meðferð málsins sé ekki lokið hjá embættinu og á meðan telji það sig þurfa gögnin. Málið sé umfangsmikið og starfsmenn embættisins hafi þurft að fara yfir mikið magn gagna á sama tíma og dregið hafi verið úr umsvifum þess.

Garðar segist gera ráð fyrir að niðurstaða Héraðsdóms um kröfu félaganna liggi fyrir síðar í þessum mánuði.

mbl.is