Nokkrum mánuðum áður en James Holmes hóf skothríð á gesti kvikmyndahúss í Colorado í Bandaríkjunum árið 2012, hvatti fyrrverandi kærasta hans hann til þess að fara til sálfræðings. Hún gerði það eftir að Holmes talaði um hugsanir sínar um að drepa fólk en henni fannst þessar hugsanir „mjög heimspekilegar“ en ekki bein hótun.
Nokkrum mánuðum áður en James Holmes hóf skothríð á gesti kvikmyndahúss í Colorado í Bandaríkjunum árið 2012, hvatti fyrrverandi kærasta hans hann til þess að fara til sálfræðings. Hún gerði það eftir að Holmes talaði um hugsanir sínar um að drepa fólk en henni fannst þessar hugsanir „mjög heimspekilegar“ en ekki bein hótun.
Nokkrum mánuðum áður en James Holmes hóf skothríð á gesti kvikmyndahúss í Colorado í Bandaríkjunum árið 2012, hvatti fyrrverandi kærasta hans hann til þess að fara til sálfræðings. Hún gerði það eftir að Holmes talaði um hugsanir sínar um að drepa fólk en henni fannst þessar hugsanir „mjög heimspekilegar“ en ekki bein hótun.
Gargi Datta bar vitni við réttarhöldin yfir Holmes á fimmtudaginn. Holmes hefur viðurkennt að hafa myrt tólf manns í kvikmyndahúsi í Colorado í júlí 2012. Verjendur Holmes reyna að halda því fram að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar að hann framdi voðaverkið og að vegna andlegra veikinda geti hann ekki aðskilið rétt og rangt. Saksóknarar reyna hins vegar að sanna það að Holmes sé sakhæfur og að hann hafi vitað hvað hann var að gera þegar voðaverkið var framið.
Í vitnisburði Datta kom fram að á meðan þau voru saman sýndi Holmes engan áhuga á byssum, ekki einu sinni þegar þó fóru í búð sem seldi byssur. Hún vissi ekkert um áætlanir hans um skotárásina eða um vopnin sem hann hafði safnað sér. Þegar Holmes hóf árásina á kvikmyndahúsið var hann vopnaður riffli, haglabyssu og skammbyssu.
Datta og Holmes voru bæði meistaranemar við háskólann í Colorado þegar þau byrjuðu saman haustið 2011. Í febrúar 2012 vildi hún ekki lengur alvarlegt samband með Holmes og hætti hún með honum. Þau héldu þó áfram að sofa saman fram til apríl 2012 þegar að Holmes sagði henni að hann gæti ekki haldið sambandinu áfram.
Þau hættu að tala saman eftir það og Datta sá Holmes aldrei fyrir utan skólastofuna.
Saksóknarinn George Brauchler segir að sambandsslitin hafi hvatt Holmes til þess að fremja árásina á kvikmyndahúsið. Datta var fyrsta kærasta Holmes og hann hafði sagst elska hana. Hún sagðist þó aðeins líta á hann sem vin.
Í mars 2012 sendi Holmes Datta skilaboð þar sem hann talaði um að hann vildi „gera illt“ og drepa fólk til þess að bæta sjálfsálit sitt. Hún varð áhyggjufull, sýndi vini sínum skilaboðin og bað Holmes um að hitta sálfræðing. Hann sannfærði hana um að hann væri nú þegar í sálfræðimeðferð.
Fyrst hélt ég að hann væri bara að stríða mér, að hann væri að grínast,“ sagði Datta sem spurði Holmes frekar út í heimspeki sína. „Það var ekkert vit í þessu og hljómaði svolítið órökrétt.“
Við réttarhöldin horfði Datta aldrei beint á Holmes og kallaði hann alltaf „Sakborninginn“ í staðinn fyrir að nota nafn hans. Holmes ruggaði stolnum sínum en sýndi engin viðbrögð við vitnisburði Datta.
Verjandi Holmes, Tamara Brady, sýndi kviðdómnum mynd af Datta og Holmes í fjallgöngu. Á myndinni brosa þau bæði og benti Brady á að Holmes hafi útbúið máltíð fyrir hana á Valentínusardaginn 2012. Hann eldaði handa henni kjúkling og rækjur.
Brady sýndi Datta jafnframt myndir af Holmes þegar hann var handtekinn 2012, með appelsínugult hár og galopin augu. Brady spurði Datta hvort hún hafi einhverntímann séð hann svona. Hún svaraði því neitandi.
Eftir vitnisburð Datta var kviðdómurum sýnt 45 mínútna langt myndband sem tekið var inni í kvikmyndasalnum eftir árásina. Þar mátti sjá lík á víð og dreif, blóðpolla, notuð skotfæri og poppkorn. Holmes horfði beint áfram og sýndi engin viðbrögð við myndbandinu.