„„Átakið búið?“ spyrja mig allir þessa dagana. Nei! er svarið mitt því það er rétt að hefjast.Vissulega er hið „formlega átak“ sem ég hóf lokið þar sem ég var undir eftirliti eins og ég vil kalla það. Sjálf hef ég tekið ákvörðun um að kalla þetta ekki „átak“ heldur breyttan lífsstíl. Vissulega er átak að koma sér upp úr sófanum, hætta að borða óhollt og setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara að hreyfa sig. En það er ekkert betra að bíða með það til morguns, um að gera að byrja strax,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir í sínum nýjasta pistli.
„„Átakið búið?“ spyrja mig allir þessa dagana. Nei! er svarið mitt því það er rétt að hefjast.Vissulega er hið „formlega átak“ sem ég hóf lokið þar sem ég var undir eftirliti eins og ég vil kalla það. Sjálf hef ég tekið ákvörðun um að kalla þetta ekki „átak“ heldur breyttan lífsstíl. Vissulega er átak að koma sér upp úr sófanum, hætta að borða óhollt og setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara að hreyfa sig. En það er ekkert betra að bíða með það til morguns, um að gera að byrja strax,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir í sínum nýjasta pistli.
„„Átakið búið?“ spyrja mig allir þessa dagana. Nei! er svarið mitt því það er rétt að hefjast.Vissulega er hið „formlega átak“ sem ég hóf lokið þar sem ég var undir eftirliti eins og ég vil kalla það. Sjálf hef ég tekið ákvörðun um að kalla þetta ekki „átak“ heldur breyttan lífsstíl. Vissulega er átak að koma sér upp úr sófanum, hætta að borða óhollt og setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara að hreyfa sig. En það er ekkert betra að bíða með það til morguns, um að gera að byrja strax,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir í sínum nýjasta pistli.
„Þegar ég var valin úr hópi kvenna til að taka þátt í Heilsuferðalagi með Hreyfingu og Smartlandi var ég eiginlega komin alveg í botninn á sófanum. Það var mikið átak að koma sér úr þessum sófa og eiginlega að umturna lífi sínu til hins betra. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og mig langar aldrei að snúa til baka. Sykurleysi og hreyfing er bara minn lífsstíll núna og ég er ekki í neinum öfgum varðandi það. Ég borða allan mat en reyni að útiloka allan sykur og alla unna matvöru. Ég hreyfi mig 6 sinnum í viku því mér finnst það gaman. Það er svo margt annað gott hægt að borða. Sykurinn hefur svo slæm áhrif á líkamann, bólgur og bjúgur og maður verður svo stirður það finnur maður þegar neyslu hans er hætt,“ segir hún.
Sigrún Lóa segist finna mikinn mun á liðleika.
„Í nóvember síðast liðinn greindist ég með MS sjúkdóminn sem var búinn að vera að hrjá mig eflaust undanfarin ár. Það var hálfgerður dauðadómur fannst mér að fá þá niðurstöðu frá lækni. Margir hefðu með þá greiningu haldið áfram að sitja í sófanum og láta sér líða illa. Ég ákvað hins vegar að setja þennan sjúkdóm aðeins á bak við eyrað taka þau lyf sem mér voru ráðlögð og sjá hvað ég gæti reynt á líkamann. Ég hlustaði því mjög vel á líkamann og byggði mig upp á mínum hraða og árangurinn lét ekki á sér standa enda með hana Önnu Eiríks mér við hlið á hverjum einasta degi ef eitthvað bjátaði á. Í dag finn ég mjög lítið fyrir þessum sjúkdómi en veit að ég þarf að fara vel með mig en hreyfingin er að bjarga mér svo mikið og mataræðið.“
Sigrún Lóa segir að mataræðið skipti ákaflega miklu máli.
„Ég hef trú á því að við getum oft „læknað“ okkur sjálf með réttu fæði, hreyfingu og hugarfari. 11kg., tugir sentimetra og fituprósentan niður um 8% er bara bónus ofan á þá líðan sem fylgir breyttum lífsstíl. Einnig get ég ekki hætt að dásama vítamínin frá Solaray þau hafa bjargað mér. Nú held ég bara áfram verð með smá blogg hér fram á haustið því ég er ekki nærri hætt. 1/3 takmarksins er náð og ég stefni að klára 2/3 þess fyrir áramótin. Nú er sumarið framundan með alls konar möguleika á hreyfingu sem ég ætla að nýta, sumarfrí á sólarströnd og bara bjart framundan. Ég hvet alla sem voru í sömu sporum og ég að leita sér hjálpar og stuðnings. Hreyfing býður upp á svo margt, mér hefur ekki leiðst þar eitt augnablik og mun halda ótrauð áfram. Takk fyrir allan stuðninginn sem hefur komið út ótrúlegustu áttum það hvetur mann ótrúlega mikið. Marta María .... I O U <3.“