Vilja Kaffitár aftur í Leifsstöð

Vilja Kaffitár aftur í Leifsstöð

Á sex dögum hafa yfir tvö þúsund manns „líkað við“ Facebook síðuna „Kaffitár aftur í Leifsstöð“. Eigandi Kaffitárs segir að kaffihúsið standi ekki á bak við síðuna en kann trygga viðskiptavininum sem bjó hana til sínar bestu þakkir. 

Vilja Kaffitár aftur í Leifsstöð

Verslunarrýmið í Leifsstöð | 19. júní 2015

Facebook hópurinn „Kaffitár aftur í Leifsstöð“
Facebook hópurinn „Kaffitár aftur í Leifsstöð“ Mynd af Facebook

Á sex dögum hafa yfir tvö þúsund manns „líkað við“ Facebook síðuna „Kaffitár aftur í Leifsstöð“. Eigandi Kaffitárs segir að kaffihúsið standi ekki á bak við síðuna en kann trygga viðskiptavininum sem bjó hana til sínar bestu þakkir. 

Á sex dögum hafa yfir tvö þúsund manns „líkað við“ Facebook síðuna „Kaffitár aftur í Leifsstöð“. Eigandi Kaffitárs segir að kaffihúsið standi ekki á bak við síðuna en kann trygga viðskiptavininum sem bjó hana til sínar bestu þakkir. 

„Við komum ekki nálægt þessu en við erum afskaplega þakklát þegar einhverjum finnst við vera æðisleg og vill hafa okkur þarna,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs.

Líkt og mbl hefur áður fjallað um fékk Kaffitár ekki úthlutað plássi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir forvalsferlið sem fór fram á síðasta ári. Kaffihúsinu var því lokað í janúar eftir tíu ár í rekstri.  Alþjóðlega kaffi­húsið Sega­fredo var opnað í staðinn.

Aðalheiður segist hafa heyrt í fjölmörgum sem sakna Kaffitárs og hefur fólk jafnvel hringt í hana til þess að lýsa yfir stuðning.

Sitt sýnist hverjum

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia hafa skoðanir gesta í flugstöðinni verið ýmiss konar og einhverjir lýst yfir óánægju með nýja fyrirkomulagið en aðrir verið ánægðir.

Aðspurðir hvort þrýstihópur sem þessi gæti haft einhver áhrif segir Isavia að það yrði þá ekki fyrr en við næsta forvalsferli sem skipulagið yrði mögulega skoðað. Ekki liggur fyrir hvenær það verður.

Frétt mbl.is: Búið að loka Kaffitári í Leifsstöð

Frétt mbl.is: Gruggugt útboðsferli í Leifsstöð

mbl.is