Íhugaði að hætta við fjöldamorðin

Fjöldamorð í Charleston | 20. júní 2015

Íhugaði að hætta við fjöldamorðin

Dylann Roof, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir níu morð eftir að hann hóf skothríð í kirkju í Charleston í Suður Karólínu fylki Banda­ríkj­anna á miðviku­dag­, sagði lögregluþjónum að hann hafi verið nálægt því að hætta við áður en hann framdi ódæðið.

Íhugaði að hætta við fjöldamorðin

Fjöldamorð í Charleston | 20. júní 2015

Dylann Roof er 21 árs gamall.
Dylann Roof er 21 árs gamall. Af Facebook

Dylann Roof, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir níu morð eftir að hann hóf skothríð í kirkju í Charleston í Suður Karólínu fylki Banda­ríkj­anna á miðviku­dag­, sagði lögregluþjónum að hann hafi verið nálægt því að hætta við áður en hann framdi ódæðið.

Dylann Roof, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir níu morð eftir að hann hóf skothríð í kirkju í Charleston í Suður Karólínu fylki Banda­ríkj­anna á miðviku­dag­, sagði lögregluþjónum að hann hafi verið nálægt því að hætta við áður en hann framdi ódæðið.

Roof var leiddur fyrir dómara í gær en auk þess að vera ákærður fyrir morðin hefur hann verið ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð. Fjöl­skyldumeðlim­ir nokk­urra fórn­ar­lamba ávörpuðu Roof í dómsalnum í gær og sögðu m.a. að „lífið yrði aldrei eins“.

Samkvæmt heimildum CBS fréttaveitunnar sagði Roof rannsakendum að hann hefði skipulagt morðin síðustu sex mánuði. Eins og fram hefur komið vildi Roof aðskilnað hvíta og þeldökkra, en vinur hans, Joseph Meek, sagði í samtali við fjölmiðla í vikunni að Roof hefði sagt að „þeldökk­ir væru að taka yfir heim­inn“. 

Roof hafði nýlega keypt byssuna sem hann notaði í árásinni fyrir pening sem faðir hans gaf honum í afmælisgjöf.

Samkvæmt heimildunum talaði Roof frjálslega um árásina í yfirheyrslum og lýsti því hvað fór í gegnum huga hans áður en hann framdi ódæðisverkið. Er hann meðal annars sagður hafa hugsað um að hætta við á meðan hann sat inni í kirkjunni en ákveðið að láta svo til skarar skríða þar sem hann vissi að ef hann myndi ekki gera það myndi enginn annar gera það.

Þá sagðist hann jafnframt hafa ætlað að keyra til Nashville í Tennessee, en hann var handtekinn í Norður Karólínu eftir að vegfarandi sá hann.

Roof er 21 árs gam­all og kem­ur frá borg­inni Lex­ingt­on í Suður Karólínu sem er í um tveggja tíma fjar­lægð frá Char­lest­on, þar sem árás­in var fram­in á miðviku­dag­inn.

Hann var hand­samaður í Shel­by í Norður Karólína og var hann flutt­ur aft­ur til Suður Karólínu. Lög­regla hef­ur kallað árás­ina hat­urs­glæp og fórn­ar­lamb Roof, sem lifði árás­ina af, hef­ur lýst því hvernig árás­armaður­inn sagði þeldökka vera að „taka yfir landið“ á meðan hann skaut fólkið.

Roof var send­ur í fang­elsi í mars vegna eit­ur­lyfja­máls. Hann var síðan hand­tek­inn aft­ur mánuði seinna fyr­ir að vera á bíla­stæði versl­un­ar­miðstöðvar í leyf­is­leysi. Hann var hand­tek­inn 2. mars fyr­ir varðveislu eit­ur­lyfja í kjöl­far at­viks í versl­un­ar­miðstöð 28. fe­brú­ar. Örygg­is­verðir í versl­un­ar­miðstöðinni fundu Roof þar sem hann var að spyrja starfs­fólk „und­ar­legra“ spurn­inga. Hann var jafn­framt klædd­ur í allt svart.

Kirkj­an er ein elsta kirkja Banda­ríkj­anna.
Kirkj­an er ein elsta kirkja Banda­ríkj­anna. AFP
Fórn­ar­lambanna hef­ur verið minnst fyr­ir utan kirkj­una.
Fórn­ar­lambanna hef­ur verið minnst fyr­ir utan kirkj­una. AFP
mbl.is