Þeldökkir líklegustu fórnarlömbin

Fjöldamorð í Charleston | 20. júní 2015

Þeldökkir líklegustu fórnarlömbin

Skotárás sem framin var á miðvikudaginn í Charleston í Suður Karólínu í Bandaríkjunum á miðvikudaginn hefur vakið heimsathygli, sérstaklega eftir að í ljós kom að árásin, sem níu saklausir kirkjugestir létu lífið í, væri hatursglæpur.

Þeldökkir líklegustu fórnarlömbin

Fjöldamorð í Charleston | 20. júní 2015

Fólk syrgði fórnarlömbin fyrir utan kirkjuna í dag.
Fólk syrgði fórnarlömbin fyrir utan kirkjuna í dag. AFP

Skotárás sem framin var á miðvikudaginn í Charleston í Suður Karólínu í Bandaríkjunum á miðvikudaginn hefur vakið heimsathygli, sérstaklega eftir að í ljós kom að árásin, sem níu saklausir kirkjugestir létu lífið í, væri hatursglæpur.

Skotárás sem framin var á miðvikudaginn í Charleston í Suður Karólínu í Bandaríkjunum á miðvikudaginn hefur vakið heimsathygli, sérstaklega eftir að í ljós kom að árásin, sem níu saklausir kirkjugestir létu lífið í, væri hatursglæpur.

Ungur hvítur maður, Dylann Roof, hefur verið ákærður fyrir morðin en hann var handtekinn í gærmorgun. Í ljós hefur komið að Roof er með sterkar skoðanir um þeldökka í Bandaríkjunum og hefur samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sagt að hann hafi skotið fólkið til þess að koma af stað stríði á milli kynþátta.

Flest fórnarlömb eru þeldökk

Þrátt fyrir að það séu færri hópar í Bandaríkjunum sem stunda hatursglæpi heldur en áður hefur tíðni hatursglæpa verið svipuð í landinu síðustu ár. Þeldökkir er sá hópur Bandaríkjamanna sem er líklegastur til þess að verða fyrir ofbeldi vegna kynþáttar.

Samkvæmt gögnum frá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, voru rúmlega fimmtíu af hverri milljón þeldökkra ríkisborgara fórnarlömb hatursglæps vegna kynþáttar árið 2012. Er tíðnin hæst meðal þeldökkra.

The Independent bendir á að tíðnin sé þó líklega hærri. FBI notast við upplýsingar frá hinum ýmsu stofnunum til þess að flokka hatursglæpina rétt. Sumar stofnanir standa sig betur en aðrar og það er almennt álit að tölur FBI séu töluvert lægri heldur en þær eiga að vera.

Fjölgun í hópum frá 1991 til 2011

Bandarísk yfirvöld halda utan um tilkynnta hatursglæpi í landinu. Þeirra tölur eru gerðar út frá viðtölum við fórnarlömb og sýna að fjöldi hatursglæpa hefur verið nokkuð svipaður á milli ára síðasta áratuginn. Um 200.000 til 300.000 hatursglæpir eru tilkynntir á ári hverju í Bandaríkjunum.

Samkvæmt opinberum gögnum tvöfaldaðist fjöldi hópa sem „ráðast á sérstaka hópa, yfirleitt vegna óbreytilegra einkenna“ á árunum 1999 til 2011. Árið 1999 voru hóparnir 457 en árið 2011 1018 talsins.

En síðan þá hefur hópunum fækkað og eru þeir í dag 784. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki eins og betri efnahagur og aukin löggæsla gegn hatursglæpum.

Flestir í Suðurríkjunum, Montana og Idaho

Hópunum er ekki dreift jafnt um Bandaríkin. Flestir hóparnir eru í Suðurríkjum landsins og í kringum Montana og Idaho. Fylki eins og Arkansas og Missisippi eru með háa tíðni haturshópa. 

Reyndar er tíðni hópa sem stunda hatursglæpi einnig nokkuð há í Norðurríkjum eins og Vermont og New Hamsphire. Útskýring á því er sú að þetta eru fámenn fylki og lítið þarf til til þess að tíðni hópanna verði há. Tæplega 700.000 búa í Vermont og þar sem að í fylkinu starfa fjórir hópar verður tíðnin há.

Helst hatur og fátækt í hendur?

Þeir sem rannsaka hatursglæpi hafa í gegnum árin reynt að finna út hvað það er sem veldur þessum glæpum og hatri í Bandaríkjunum. Árið 2010 rannsökuðu hagfræðingarnir Matt Ryan og Peter Leeson tengsl á milli haturshópa og hatursglæpa í Bandaríkjunum. Þeir fundu óvænt engin tengsl á milli fjölda haturshópa og hatursglæpa í hverju fylki fyrir sig. Í staðinn leit út fyrir að efnahagur spili inn í fjölda hatursglæpa. „Okkar niðurstöður benda til þess að atvinnuleysi og fátækt tengjast hatursglæpum sterkum böndum, sérstaklega glæpir sem tengjast kynhneigð, kynþætti og trúarbrögðum," segir í niðurstöðunum.

Í opinberum gögnum kemur einnig fram að tengsl eru á milli haturshópa og efnahagsaðstæðna í hverju fylki. Til að mynda voru tengsl á milli fjölda Ku Klux Klan hópa í hverju fylki og hlutfalls íbúa sem búa í fátækt skoðuð og kom í ljós að tölurnar héldust í hendur.

Langflest fórnarlömb hatursglæpa eru þeldökk. Þar næst koma amerískir frumbyggjar.
Langflest fórnarlömb hatursglæpa eru þeldökk. Þar næst koma amerískir frumbyggjar. FBI
AFP
Fjöldi hatursglæpa í Bandaríkjunum hefur verið svipaður síðustu ár.
Fjöldi hatursglæpa í Bandaríkjunum hefur verið svipaður síðustu ár. JBS
Ættingjar fórnarlambanna við bænastund í dag.
Ættingjar fórnarlambanna við bænastund í dag. AFP
Fjöldi haturshópa hefur minnkað síðustu fjögur árin.
Fjöldi haturshópa hefur minnkað síðustu fjögur árin. SPLC
mbl.is