Elti morðingjann 50 kílómetra

Fjöldamorð í Charleston | 21. júní 2015

Elti morðingjann 50 kílómetra

Kona sem hafði samband við lögreglu eftir að hún sá Dylann Roof, manninn sem skaut níu manns til bana í kirkju í Char­lest­on í Suður-Karólínuríki Banda­ríkj­anna á miðviku­dag­, og benti þeim á staðsetningu hans sem leiddi til handtökunnar, keyrði á eftir honum tæpa fimmtíu kílómetra áður en lögregla handtók hann.

Elti morðingjann 50 kílómetra

Fjöldamorð í Charleston | 21. júní 2015

Debbie Dills og yfirmaður hennar, Todd Frady.
Debbie Dills og yfirmaður hennar, Todd Frady. Skjáskot af vef NBC News

Kona sem hafði samband við lögreglu eftir að hún sá Dylann Roof, manninn sem skaut níu manns til bana í kirkju í Char­lest­on í Suður-Karólínuríki Banda­ríkj­anna á miðviku­dag­, og benti þeim á staðsetningu hans sem leiddi til handtökunnar, keyrði á eftir honum tæpa fimmtíu kílómetra áður en lögregla handtók hann.

Kona sem hafði samband við lögreglu eftir að hún sá Dylann Roof, manninn sem skaut níu manns til bana í kirkju í Char­lest­on í Suður-Karólínuríki Banda­ríkj­anna á miðviku­dag­, og benti þeim á staðsetningu hans sem leiddi til handtökunnar, keyrði á eftir honum tæpa fimmtíu kílómetra áður en lögregla handtók hann.

Debbie Dills, sem er blómasali, var að keyra í vinnuna í Norður-Karólínu á fimmtudagsmorgun þegar hún kom auga á svartan Hyundai-bíl Roofs. Dills hafði fylgst með fréttaflutningi af málinu kvöldið áður og þekkti bílinn. 

„Ég sagði: „Ég hef séð þennan bíl áður einhverra hluta vegna.“ Ég leit betur á hann og sá að bílnúmerið var frá Suður-Karólínu. Ég hugsaði: „Nei, þetta er ekki bíllinn hans.“ Svo þegar ég kom nær sá ég hárgreiðsluna. Ég varð taugaóstyrk. Ég fékk vonda tilfinningu. Er þetta hann eða ekki?“ sagði Dills í samtali við The Shelby Star.

Árásarmaðurinn hafði verið á flótta í um 14 klukkustundir og keyrt hátt í 400 kílómetra frá Charleston, þar sem hann skaut níu manns til bana í kirkjunni. Eins og fram hefur komið sagðist Roof vera kom­inn „til þess að skjóta svart fólk“ en hann vildi aðskilnað hvíta og þeldökkra.

Dills hringdi í yfirmann sinn og spurði hann hvað hún ætti að gera. Hann hringdi beint í lögreglu svo hún ákvað að hætta að elta Roof og keyra í vinnuna. Um leið og hún missti sjónar á bílnum áttaði hún sig hins vegar á að þetta hefði ekki verið rétt ákvörðun.

„Ég á vini sem voru að fara upp í fjöllin um helgina, svo ef þetta var hann og eitthvað svona myndi gerast aftur, hvað myndi ég gera? Þetta hélt áfram að naga mig og eitthvað sagði mér að ég ætti að halda áfram að elta hann,“ sagði hún.

Dills fór aftur út á hraðbrautina og komst fljótlega aftur fyrir bíl Roofs, sem virtist ekki keyra mjög hratt. Hún hafði elt Roof um 50 kílómetra leið þegar lögregla stoppaði hann í Shelby í Norður-Karólínu, um 20 mínútum eftir að yfirmaður hennar hringdi í lögreglu.

Hún segir það hafa verið áform Guðs að láta sig sjá árásarmanninn. „Ég var á réttum stað á réttum tíma þar sem Drottinn setti mig,“ sagði hún. Þá sagði hún lögreglumenn hafa tekið í hönd sína og þakkað sér fyrir að hafa elt Roof.

Roof var leidd­ur fyr­ir dóm­ara á föstudag en auk þess að vera ákærður fyr­ir morðin hef­ur hann verið ákærður fyr­ir ólög­leg­an vopna­b­urð. Fjöl­skyldumeðlim­ir nokk­urra fórn­ar­lamba ávörpuðu Roof í dómsaln­um í gær og sögðu m.a. að „lífið yrði aldrei eins“.

Hér má sjá Dylann Roof í haldi lögreglu.
Hér má sjá Dylann Roof í haldi lögreglu. AFP
mbl.is