Fjölmenni í guðsþjónustu

Fjöldamorð í Charleston | 21. júní 2015

Fjölmenni í guðsþjónustu

Guðsþjónusta fór fram í Emanuel-kirkjunni í bænum Charleston í Suður-Karólínu klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Níu kirkjugestir voru skotnir til bana í kirkjunni á miðvikudaginn. Mikið fjölmenni var við kirkjuna og var lögreglan í bænum með gríðarlegan viðbúnað.

Fjölmenni í guðsþjónustu

Fjöldamorð í Charleston | 21. júní 2015

Guðsþjónusta fór fram í Emanuel-kirkjunni í bænum Charleston í Suður-Karólínu klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Níu kirkjugestir voru skotnir til bana í kirkjunni á miðvikudaginn. Mikið fjölmenni var við kirkjuna og var lögreglan í bænum með gríðarlegan viðbúnað.

Guðsþjónusta fór fram í Emanuel-kirkjunni í bænum Charleston í Suður-Karólínu klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Níu kirkjugestir voru skotnir til bana í kirkjunni á miðvikudaginn. Mikið fjölmenni var við kirkjuna og var lögreglan í bænum með gríðarlegan viðbúnað.

Talsmenn lögreglunnar hafa sagt að árásin sé rannsökuð sem hatursglæpur og innlent hryðjuverk. Vitni hafa sagt að árásarmaðurinn, hinn 21 árs gamli Dylann Roof, hafi risið úr sæti sínu í kirkjunni og sagst vera „kominn til að skjóta svart fólk“.

Kirkjan var í fyrsta sinn opnuð almenningi í dag eftir að skotárásin átti sér stað.

Lögreglan rannsakar nú yfirlýsingu sem árasarmaðurinn skrifaði á internetið áður en hann framdi ódæðið. Þar útskýrir hann ástæðu árásarinnar. „Ég á engra kosta völ,“ segir hann. 

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is