Tæknilegt vandamál kom upp við flutning MP5 byssa Landhelgisgæslunnar sem senda átti til Noregs fyrir helgi. Reynt verður að koma vopnunum úr landi eins fljótt og unnt er að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Að sögn Ásgríms er um öll vopnin sem keypt voru að ræða.
Tæknilegt vandamál kom upp við flutning MP5 byssa Landhelgisgæslunnar sem senda átti til Noregs fyrir helgi. Reynt verður að koma vopnunum úr landi eins fljótt og unnt er að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Að sögn Ásgríms er um öll vopnin sem keypt voru að ræða.
Tæknilegt vandamál kom upp við flutning MP5 byssa Landhelgisgæslunnar sem senda átti til Noregs fyrir helgi. Reynt verður að koma vopnunum úr landi eins fljótt og unnt er að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Að sögn Ásgríms er um öll vopnin sem keypt voru að ræða.
Ekki stendur til að nýjar byssur verði keyptar í staðinn. „Landhelgisgæslan mun ekki kaupa nein ný vopn í stað þeirra sem nú verða send úr landi,“ segir Ásgrímur.
Fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið á síðasta ári en Landhelgisgæslan taldi að um gjöf frá Norðmönnum væri að ræða. Norski herinn sagði hins vegar á sínum tíma að alltaf hefði staðið til að greiðsla kæmi fyrir vopnin. Gæslan hefur sagt að ekki komi til greina að kaupa byssurnar af Norðmönnum og fyrir vikið var ákveðið að þær yrðu fluttar aftur til Noregs. Vopnin hafa verið geymd um allnokkra hríð í sérstakri geymslu á vegum Gæslunnar.