Byssurnar farnar úr landi

Vopnaburður lögreglunnar | 24. júní 2015

Byssurnar farnar úr landi

Landhelgisgæslan hefur sent hríðskotabyssurnar sem fengust sendar í fyrravor til baka til Noregs. Þær hafa verið í sérstakri geymslu Landhelgisgæslunnar hér á landi í rúmlega ár, en í síðustu viku var áformað að senda þær út. Ekkert varð þó úr því vegna tæknilegs vandamáls, að sögn gæslunnar.

Byssurnar farnar úr landi

Vopnaburður lögreglunnar | 24. júní 2015

Byssurnar sem lögreglan og gæslan áttu að fá voru af …
Byssurnar sem lögreglan og gæslan áttu að fá voru af gerðinni MP5.

Landhelgisgæslan hefur sent hríðskotabyssurnar sem fengust sendar í fyrravor til baka til Noregs. Þær hafa verið í sérstakri geymslu Landhelgisgæslunnar hér á landi í rúmlega ár, en í síðustu viku var áformað að senda þær út. Ekkert varð þó úr því vegna tæknilegs vandamáls, að sögn gæslunnar.

Landhelgisgæslan hefur sent hríðskotabyssurnar sem fengust sendar í fyrravor til baka til Noregs. Þær hafa verið í sérstakri geymslu Landhelgisgæslunnar hér á landi í rúmlega ár, en í síðustu viku var áformað að senda þær út. Ekkert varð þó úr því vegna tæknilegs vandamáls, að sögn gæslunnar.

RÚV segir frá því í dag að byssurnar hafi verið sendar með farþegaflugvél Icelandair til Óslóar í morgun. Er vitnað í Sven H. Halvorsen, talsmann norska hersins, sem staðfestir að byssurnar séu komnar í vörslu hersins á ný. Í samtali við mbl.is vildi Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, ekki staðfesta að byssurnar væru á leið úr landi en tók fram að yfirlýsingar væri að vænta frá Gæslunni seinna í kvöld um málið.

Um er að ræða 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5, en Gæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150. Töldu stofnanirnar að um gjöf væri að ræða en seinna kom í ljós að herinn ætlaði að selja þær fyrir 11 milljónir. Þegar ljóst var að ekki voru til peningar fyrir því var ákveðið að senda þær til baka.

mbl.is