Í dómi héraðsdóms kemur fram að í ákæru sérstaks saksóknara hafi ekki komið fram hvers vegna ákærðu í málinu hafi verið óheimilt að lána Existu hf. peningamarkaðslán án trygginga. Segir enn fremur að skilja hafi mátt ákæruna svo að útlánareglur SPRON hafi fortakslaust bannað slík lán. Þetta kemur fram í dóminum sem mbl.is hefur undir höndum en hann hefur enn ekki verið birtur á heimasíðum héraðsdóms Reykjavíkur.
Í dómi héraðsdóms kemur fram að í ákæru sérstaks saksóknara hafi ekki komið fram hvers vegna ákærðu í málinu hafi verið óheimilt að lána Existu hf. peningamarkaðslán án trygginga. Segir enn fremur að skilja hafi mátt ákæruna svo að útlánareglur SPRON hafi fortakslaust bannað slík lán. Þetta kemur fram í dóminum sem mbl.is hefur undir höndum en hann hefur enn ekki verið birtur á heimasíðum héraðsdóms Reykjavíkur.
Í dómi héraðsdóms kemur fram að í ákæru sérstaks saksóknara hafi ekki komið fram hvers vegna ákærðu í málinu hafi verið óheimilt að lána Existu hf. peningamarkaðslán án trygginga. Segir enn fremur að skilja hafi mátt ákæruna svo að útlánareglur SPRON hafi fortakslaust bannað slík lán. Þetta kemur fram í dóminum sem mbl.is hefur undir höndum en hann hefur enn ekki verið birtur á heimasíðum héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómstóllinn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að lánareglur SPRON hafi fyrst og fremst verið ætlaðar stjórnendum og öðrum starfsmönnum sparisjóðsins til þess að fara eftir við lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja og voru reglurnar settar af stjórninni sem fór með með æðsta vald um lánveitingar. Var af þeim sökum ljóst að reglurnar voru stjórninni sjálfri aðeins til almennrar leiðbeiningar, en hafi ekki bundið hennar eigin hendur.
Lánið sem Existu hf. var veitt var peningamarkaðslán í 30 daga. Dómstóllinn telur að um langan tíma hafi verið að ræða fyrir slíkt lán auk þess sem lánið nam svo verulegri fjárhæð að samþykki stjórnar var nauðsynlegt. Ekki lá þó neitt fyrir um að tíðkanlegt væri að krefjast trygginga vegna einstakra peningamarkaðslána og engar hugmyndir um tryggingar af hálfu Existu hf. munu hafa komið fram af hálfu starfsmanna sparisjóðsins á stjórnarfundinum þann 30. september 2008 þegar lánið var samþykkt.
Þrátt fyrir erfiðleika og óvissu á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum á þeim tíma er lánið var veitt, ber að líta til þess að aðgerðir og yfirlýsingar yfirvalda daginn áður, þann 29. september gáfu nokkurt tilefni til þess að auka tiltrú á því að unnt yrði að ná stöðugleika á íslenskum fjármálamarkaði.
Ákærðu hefðu því ekki mátt sjá fyrir það hrun sem varð stuttu síðar.
Telur héraðsdómur SPRON hafa verið innan sinna formlegu heimilda samkvæmt útlánareglum auk þess sem Exista hafði áður á árinu fengið slík lán svo að nam umtalsverðum fjárhæðum. Fyrirliggjandi upplýsingar úr uppgjörum Existu hf. bentu til þess að félagið stæði styrkum fótum og greiðslugetan góð til skamms tíma.
Að þessu öllu ofantöldu, taldi héraðsdómur að aðstæður hafi ekki verið þannig hinn 30. september 2008 að hinum ákærðu hafi borið að kalla eftir sérstökum tryggingum af hálfu Existu hf. Því hafi þau ekki farið út fyrir heimildir sínar og misnotað aðstöðu sína með því að samþykkja umrætt lán með þeim hætti sem gert var.
Einn dómari, Pétur Guðgeirsson, skilaði séráliti. Hann er sammála niðurstöðu dómsins um sýknu en er ósammála tilteknum ályktunum í forsendum dómsins. Meðal annars álítur hann að taka beri fram í dómnum að ekki komi til álita hvort ákærði Guðmundur Örn Hauksson hafi geta verið meðábyrgur stjórninni, þar sem ekki var talið að stjórnin hafi brotið lög.