Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun alla þá sem ákærðir voru í SPRON-málinu svonefndu. Málsvarnarlaun þeirra greiðast úr ríkissjóði en þau hlaupa samtals á nokkrum milljónum króna.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun alla þá sem ákærðir voru í SPRON-málinu svonefndu. Málsvarnarlaun þeirra greiðast úr ríkissjóði en þau hlaupa samtals á nokkrum milljónum króna.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun alla þá sem ákærðir voru í SPRON-málinu svonefndu. Málsvarnarlaun þeirra greiðast úr ríkissjóði en þau hlaupa samtals á nokkrum milljónum króna.
Fjórir fyrrverandi stjórnarmenn SPRON, þau Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist, sem og fyrrverandi sparissjóðstjóri SPRON, Guðmundur Örn Hauksson, voru ákærðir í málinu fyrir umboðssvið. Þeir hafi mistotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga. Tveir hinna ákærðu voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna, Jóhann Ásgeir og Rannveig.
Byggt var í ákærunni á 2 milljarða króna peningamarkaðsláni sem stjórn SPRON samþykkti á stjórnarfundi 30. september 2008 að veita Exista án trygginga og án þess að lagt væri mat á greiðslugetu og eignastöðu félagsins í samræmi við útlánareglur. Lánið var framlengt fjórum sinnum í kjölfarið. 1,3 milljarðar voru greiddir til baka af því. Taldi saksóknari um stórfelld brot að ræða.
„Niðurstaðan er vonbrigði,“ segir Birgir Jónasson, saksóknari í SPRON-málinu. „Ég þarf að fá að kynna mér niðurstöðuna og forsendur dómsins.“ Hann vildi ekkert segja um mögulega áfrýjun, það væri ríkissaksóknara að ákveða það.
Andri Árnason, verjandi Guðmnundar Arnar Haukssonar, sagðist ekki hafa lesið dóminn í heild en sýndist á öllu að dómurinn byggði á þeim forsendum sem hefðu verið lagðar til grundvallar, að ekki hafi verið um umboðssvik að ræða og ekki fjártjónshætta við lánið sem ákært var vegna. Hann sagðist ekkert frekar eiga von á að ákæruvaldið myndi áfrýja dómnum.