Lögreglumanni var vikið frá störfum í bandarísku borginni Charleston eftir að hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddur í nærbuxur með suðurríkjafánanum. Lögreglumaðurinn, Shannon Dildine, fékk uppsagnarbréf sem kemur m.a. fram að með myndbirtingunni hafi hann bæði tengt sjálfan sig og lögregluembættið við tákn sem standi fyrir hatur og kúgun á stórum hluta þess hóps sem lögreglunni væri ætlað að þjóna.
Lögreglumanni var vikið frá störfum í bandarísku borginni Charleston eftir að hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddur í nærbuxur með suðurríkjafánanum. Lögreglumaðurinn, Shannon Dildine, fékk uppsagnarbréf sem kemur m.a. fram að með myndbirtingunni hafi hann bæði tengt sjálfan sig og lögregluembættið við tákn sem standi fyrir hatur og kúgun á stórum hluta þess hóps sem lögreglunni væri ætlað að þjóna.
Lögreglumanni var vikið frá störfum í bandarísku borginni Charleston eftir að hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddur í nærbuxur með suðurríkjafánanum. Lögreglumaðurinn, Shannon Dildine, fékk uppsagnarbréf sem kemur m.a. fram að með myndbirtingunni hafi hann bæði tengt sjálfan sig og lögregluembættið við tákn sem standi fyrir hatur og kúgun á stórum hluta þess hóps sem lögreglunni væri ætlað að þjóna.
„Vissulega hefur fáninn ólíka merkingu í huga fólks, en myndbirtingin rýrir hins vegar möguleika þína til að vinna traust borgaranna og vekja með þeim öryggistilfinningu,“ segir m.a. í bréfinu. „Í ljósi nýliðinna atburða bar myndbirtingin vott um ófyrirgefanlegan dómgreindarskort.“
Skemmst er að minnast þess er hinn 21 árs gamli Dylann Roof myrti níu manns í kirkju í Charleston. Hann hafði m.a. lýst því yfir að „þeldökkir væru að taka yfir heiminn“ og að hann vildi „gera eitthvað fyrir hvíta kynþáttinn“.
Orrustufáni Suðurríkjasambandsins hefur verið í eldlínunni undanfarna daga vegna málsins, en m.a. ákváðu yfirmenn verslunarkeðjunnar WalMart að fjarlægja allar vörur með fánanum úr hillum verslananna. Þá hefur hann verið fjarlægður af fánastöngum við þinghús Alabamafylkis og Suður-Karólínu.
We obtained a copy of the photo posted to Facebook that got the NCPD officer fired: http://t.co/rwOzP29Pnx #chsnews pic.twitter.com/a0lXYezd8Y
— ABC News 4 (@ABCNews4) June 26, 2015