Fjölmargir fögnuðu í Suður Karólínu í dag þegar að Suðurríkjafáninn var fjarlægður af fánastöngum á opinberum byggingum í ríkinu. Tekin var ákvörðun um að fjarlægja fánann eftir að kynþáttahatarinn Dylann Roof myrti níu þeldökka í sögufrægri kirkju í Charleston í síðasta mánuði.
Fjölmargir fögnuðu í Suður Karólínu í dag þegar að Suðurríkjafáninn var fjarlægður af fánastöngum á opinberum byggingum í ríkinu. Tekin var ákvörðun um að fjarlægja fánann eftir að kynþáttahatarinn Dylann Roof myrti níu þeldökka í sögufrægri kirkju í Charleston í síðasta mánuði.
Fjölmargir fögnuðu í Suður Karólínu í dag þegar að Suðurríkjafáninn var fjarlægður af fánastöngum á opinberum byggingum í ríkinu. Tekin var ákvörðun um að fjarlægja fánann eftir að kynþáttahatarinn Dylann Roof myrti níu þeldökka í sögufrægri kirkju í Charleston í síðasta mánuði.
„Niður með hann! Niður með hann!“ sönglaði mannfjöldinn fyrir utan þinghús ríkisins í Columbia þegar að fáninn var tekin niður. Tveir ríkislögreglumenn tóku hann niður og brutu hann saman á meðan mannfjöldinn braust út í söng. Mennirnir réttu síðan svörtum ríkislögreglumanni fánann sem gekk með hann að tröppum þinghússins og rétti hann ríkisskjalaverði.
Athöfnin, sem var tæpar tíu mínútur að lengd, er að mati margra óvæntur endir á flóknum kafla í sögu Suðurríkja Bandaríkjanna. Það hefur komið mörgum á óvart hversu stuttan tíma það tók þingmenn að samþykkja það að fjarlægja fánann en aðeins eru rúmar þrjár vikur síðan að Roof framdi ódæðið.
Barack Obama Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter í dag og sagði þessa ákvörðun „merki um góðan vilja og bata, og mikilvægt skref í átt að betri framtíð.“
Suðurríkjafáninn er ákveðið tákn fyrir þrælastríðið og arfleið Suðurríkjanna en er af mörgum jafnframt talinn vera tákn kynþáttahaturs. Fáninn var fyrst dreginn að húni við þinghúsið árið 1962 til þess að mótmæla réttindabaráttu þeldökkra. Síðan þá hafa andstæðingar fánans barist fyrir því að hann yrði tekinn niður. Til málamiðla var fáninn færður til árið 2000 og hefur verið flaggað síðan á fánastöng á lóð þinghússins.
Lögregla gerði ráð fyrir því að á bilinu 8.000 til 10.000 manns hafi verið viðstaddir í dag þegar fáninn var tekinn niður fyrir utan þinghúsið.