James Holmes hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt 12 manns í kvikmyndahúsi í Denver í Colorado þann 20. júlí 2012. Kviðdómur í borginni komst að þeirri niðurstöðu í dag og á hann nú yfir höfði sér dauðarefsingu þegar refsing yfir honum verður ákvörðuð á næstunni.
James Holmes hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt 12 manns í kvikmyndahúsi í Denver í Colorado þann 20. júlí 2012. Kviðdómur í borginni komst að þeirri niðurstöðu í dag og á hann nú yfir höfði sér dauðarefsingu þegar refsing yfir honum verður ákvörðuð á næstunni.
James Holmes hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt 12 manns í kvikmyndahúsi í Denver í Colorado þann 20. júlí 2012. Kviðdómur í borginni komst að þeirri niðurstöðu í dag og á hann nú yfir höfði sér dauðarefsingu þegar refsing yfir honum verður ákvörðuð á næstunni.
Holmes réðst inn á frumsýningu á Batman-kvikmynd klæddur eins og „Jókerinn.“ Hann beitti táragasi og hóf að skjóta fólk í salnum. Þegar árásin var yfirstaðin voru 12 manns látnir.
Sjá frétt mbl.is: Fjöldamorðinginn ber ekki vitni
Í réttarhöldunum hélt hann fram sakleysi sínu. Hann bauðst hins vegar til þess að lýsa yfir sekt sinni ef hann fengi loforð um að hann fengi ekki dauðarefsingu. Ákæruvaldið í málinu féllst ekki á það tilboð hans. „Fyrir Holmes er dauðarefsing eina réttlætið,“ sagði saksóknarinn í réttarhöldunum.