Imon-málið fyrir Hæstarétt í september

Ímon-málið | 17. júlí 2015

Imon-málið fyrir Hæstarétt í september

Imon-málið svonefnda verður tekið fyrir í Hæstarétti 21. september næstkomandi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í júní á síðasta ári þau Sigurjón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, og Sigríði Elínu Sig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækjasviðs bank­ans.

Imon-málið fyrir Hæstarétt í september

Ímon-málið | 17. júlí 2015

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var sýknaður af ákæru …
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var sýknaður af ákæru um markaðsmisnotkun í héraði. mbl.is/Þórður

Imon-málið svonefnda verður tekið fyrir í Hæstarétti 21. september næstkomandi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í júní á síðasta ári þau Sigurjón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, og Sigríði Elínu Sig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækjasviðs bank­ans.

Imon-málið svonefnda verður tekið fyrir í Hæstarétti 21. september næstkomandi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í júní á síðasta ári þau Sigurjón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, og Sigríði Elínu Sig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækjasviðs bank­ans.

Steinþór Gunn­ars­son, fyrrverandi for­stöðumaður verðbréfamiðlun­ar, var hins veg­ar dæmd­ur í níu mánaða fang­elsi, sex voru skil­orðsbundn­ir.

Ríkissaksóknari ákvað í kjölfarið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

Imon-málið sem svo er kallað teng­ist sölu Lands­bank­ans á eig­in bréf­um til tveggja eign­arhalds­fé­laga í lok sept­em­ber og byrj­un októ­ber árið 2008. Fé­lög­in tvö voru Imon ehf. og Aza­lea Resources Ltd.

Þau Sigurjón og Sigríður Elín voru ákærð fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Saksóknari krafðist fimm ára fangelsis yfir Sigurjóni og fjögurra ára fangelsis yfir Sigríði Elínu og Steinþóri.

Héraðsdómur sýknaði Sigurjón og Sigríði Elínu af öllum kröfum en sakfelldi Steinþór fyrir að tilkynna viðskipti til Kauphallarinnar sem ekki var búið að fjármagna. „Í starfi ákærða fólst að koma á viðskiptum með hlutabréf og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Gat honum ekki dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptum væri staðið gátu haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Bar ákærða að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn,“ sagði í dómi héraðdóms.

Einnig var skilað séráliti í því máli og vildi einn héraðsdómara sakfella Sigurjón og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun í öðrum ákærulið.

mbl.is