Ákærður fyrir hatursglæp

Fjöldamorð í Charleston | 22. júlí 2015

Ákærður fyrir hatursglæp

Bandarískur alríkisdómstóll hefur ákært hinn 21 Dylan Roof fyrir hatursglæp vegna skotárásarinnar sem tók líf níu svartra sóknarbarna í kirkju í Charleston í Suður Kaliforníu. Eru ákærurnar í 33 liðum.

Ákærður fyrir hatursglæp

Fjöldamorð í Charleston | 22. júlí 2015

Bandarískur alríkisdómstóll hefur ákært hinn 21 Dylan Roof fyrir hatursglæp vegna skotárásarinnar sem tók líf níu svartra sóknarbarna í kirkju í Charleston í Suður Kaliforníu. Eru ákærurnar í 33 liðum.

Bandarískur alríkisdómstóll hefur ákært hinn 21 Dylan Roof fyrir hatursglæp vegna skotárásarinnar sem tók líf níu svartra sóknarbarna í kirkju í Charleston í Suður Kaliforníu. Eru ákærurnar í 33 liðum.

Ákærurnar voru tilkynntar af sakskóknara Bandaríkjanna, Lorettu Lynch. „Kynþáttabundið ofbeldi sem þetta eru hin upprunalegu bakgarðshryðjuverk (e. domestic terrorism),“ sagði Lynch. „Mörgum mánuðum fyrir hina hræðilegu atburði fékk Roof hugmyndina að því markmiði sínu að ala á kynþáttaspennu og leita hefnda vegna ranglátis sem hann taldi Bandaríkjamenn af afrískum uppruna hafa framið gegn hvítu fólki.“

Roof hafði kvartað yfir því við vin sinn nokkrum vikum fyrir skotárásina að „svartir væru að taka yfir heiminn“ og sagði að „einhver ætti að gera eitthvað í málinu fyrir hinn hvíta kynstofn.“

Saksóknarar gætu farið fram á dauðarefsingu verði Roof fundinn sekur en Lynch sagði óvíst hvort ákæruvaldið kysi að gera svo.

Dylann Roof.
Dylann Roof. AFP
Loretta Lynch greindi frá ákærunum í dag.
Loretta Lynch greindi frá ákærunum í dag. AFP
mbl.is