Nazif í fimm ára fangelsi

Egyptaland | 22. júlí 2015

Nazif í fimm ára fangelsi

Egypskur dómstóll dæmdi í dag Ahmed Nazif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í fimm ára fangelsi og til að greiða jafnvirði 6,8 milljóna dollara í sekt vegna spillingar. Nazif sat í embætti í valdatíð Hosni Mubarak, en var neyddur til að segja af sér í viðleitni forsetans til að friðþægja mótmælendur árið 2011.

Nazif í fimm ára fangelsi

Egyptaland | 22. júlí 2015

Kallað var eftir því að ráðamenn í stjórnartíð Hosni Mubarak …
Kallað var eftir því að ráðamenn í stjórnartíð Hosni Mubarak yrðu látnir sæta ábyrgð fyrir áralanga spillingu. AFP

Egypskur dómstóll dæmdi í dag Ahmed Nazif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í fimm ára fangelsi og til að greiða jafnvirði 6,8 milljóna dollara í sekt vegna spillingar. Nazif sat í embætti í valdatíð Hosni Mubarak, en var neyddur til að segja af sér í viðleitni forsetans til að friðþægja mótmælendur árið 2011.

Egypskur dómstóll dæmdi í dag Ahmed Nazif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í fimm ára fangelsi og til að greiða jafnvirði 6,8 milljóna dollara í sekt vegna spillingar. Nazif sat í embætti í valdatíð Hosni Mubarak, en var neyddur til að segja af sér í viðleitni forsetans til að friðþægja mótmælendur árið 2011.

Nazif var fundinn sekur um að hafa notfært sér stöðu sína til að afla sér auðs upp á 8,2 milljónir dollara. Hann var m.a. ákærður fyrir fasteignabrask og að hafa þegið ólögmætar bónusgreiðslur.

Mubarak og margir fyrrverandi ráðherrar hafa verið dregnir fyrir dómstóla eftir að forsetanum var steypt af stóli, en hávær köll heyrðust eftir því að þeir yrðu látnir sæta ábyrgð fyrir áralanga spillingu.

Margir hafa verið sýknaðir en Mubarak og synir hans tveir voru dæmdir í þriggja ára fangelsi vegna spillingar fyrr á þessu ári. Vel má vera að þeir verði frjálsir ferða sinna án langt um líður, þar sem þeir hafa setið í varðhaldi stóran hluta síðustu fjögurra ára.

mbl.is