Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston og söngvarans Bobby Brown, er látin eftir að hafa verið í dái í hálft ár. Hún var 22 ára gömul er hún lést.
Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston og söngvarans Bobby Brown, er látin eftir að hafa verið í dái í hálft ár. Hún var 22 ára gömul er hún lést.
Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston og söngvarans Bobby Brown, er látin eftir að hafa verið í dái í hálft ár. Hún var 22 ára gömul er hún lést.
Samkvæmt frétt Guardian var það talskona fjölskyldunnar, Kristen Foster, sem greindi frá þessu í nótt. Að hennar sögn lést Bobbi Kristina Brown í faðmi fjölskyldunnar. „Hún hefur loks fengið frið í örmum Guðs. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur stuðning og ást undanfarna mánuði.“
Bobbi Brown fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu þann 31. janúar sl. en móðir hennar Whitney Houston lést í febrúar 2012 en hún fannst í baðkari á Beverly Hilton hótelinu í Los Angeles kvöldið fyrir afhendingu Grammy-verðalaunanna.
Bobbi Kristina, sem var einkaerfingi móður sinnar, fannst meðvitundarlaus með andlitið ofan í vatninu í baðkari á heimili sínu í Atlanta í Georgíu. Hún var endurlífguð af bráðaliðum en ljóst að hún hafði orðið fyrir talsverðum heilaskemmdum. Var henni haldið sofandi með lyfjagjöf en samkvæmt frétt TMZ lést hún eftir að fjölskylda hennar ákvað að hætta allri lyfjagjöf.
Samkvæmt heimildum Entertainment Tonight tengdist andlát hennar ofnotkun eiturlyfja líkt og móður hennar þremur árum fyrr.
Fjölmargir aðdáendur Houston sendu fjölskyldunni samúðaróskir á Twitter þar sem þeir segja að nú hafi þær mæðgur sameinast á ný.
Foreldrar Bobbi Kristina slitu samvistum árið 2006 og skildu árið 2007. Houston fékk forræðið yfir dóttur þeirra en hún sakaði föður hennar um ofbeldi og eiturlyfjanotkun á meðan sambandi þeirra stóð. Þær mæðgur voru afar nánar og mætti Bobbi Kristina á flestar opinberar samkomur með móður sinni.
Í febrúar var greint frá því í bandarískum fjölmiðlum að lögreglan rannsakaði aðkomu unnusta Bobbi Kristinu, Nick Gordon, að slysinu en það var hann sem fann hana í baðkarinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla á þeim tíma fundust áverkar á líkama Bobbi Kristina og eins að hún hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Engin ákæra hefur hins vegar verið gefin út á hendur Gordons vegna málsins.
Gordon var alinn upp af Houston og ólst upp með Bobbi Kristina þrátt fyrir að Houston hafi aldrei formlega ættleitt hann. Hann og Bobbi Kristina greindu frá ástarsambandi sínu eftir andlát söngkonunnar.