Brown verður krufin

Whitney Houston látin | 27. júlí 2015

Brown verður krufin

Til þess að komast að því hvað olli dauða Bobbi Kristinu Brown þarf að kryfja líkama hennar. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá læknum er rannsaka andlát hennar á The Fulton County Medical Examiner‘s Office.

Brown verður krufin

Whitney Houston látin | 27. júlí 2015

Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon á verðlaunahátíð árið 2012.
Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon á verðlaunahátíð árið 2012. AFP

Til þess að komast að því hvað olli dauða Bobbi Kristinu Brown þarf að kryfja líkama hennar. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá læknum er rannsaka andlát hennar á The Fulton County Medical Examiner‘s Office.

Til þess að komast að því hvað olli dauða Bobbi Kristinu Brown þarf að kryfja líkama hennar. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá læknum er rannsaka andlát hennar á The Fulton County Medical Examiner‘s Office.

Bobbi Krist­ina Brown var 22 ára göm­ul þegar hún lést. Hún hafði verið í dái í hálft ár eft­ir að hún fannst meðvit­und­ar­laus í baðkari á heim­ili sínu þann 31. janú­ar síðastliðinn. 

Í frétt Independent kemur fram að þeir sem að rannsaka dauða Brown hafi sagt að vissulega geri sá tími er hún var í dái þeim erfiðara fyrir að finna út hvað orsakaði dauðann.

Í yfirlýsingu frá þeim sagði: „Þrátt fyrir þann tíma sem leið á milli þess að hún fannst og þangað til að hún dó verður að kryfja líkama hennar. Það er gert til að meta hvað hafi áhrif og hvað orsakaði dauða hennar.“

„Þá getur einnig reynst erfitt að túlka saman það sem kemur í ljós við krufningu og aðrar upplýsingar um málið. Vafalaust mun þó krufning hjálpa til við að finna út hvað olli dauða hennar. Lögreglan í Roswell mun einnig halda áfram að kanna aðstæðurnar sem uppi voru þegar slysið bar að.“

Í skýrslum sem að teknar voru þegar að Brown var lögð inn á spítala er slysinu lýst sem og drukknun.

mbl.is