Myndirnar sem keppa í Feneyjum

Everest kvikmyndin | 29. júlí 2015

Myndirnar sem keppa í Feneyjum

Bandarískar kvikmyndir eru áberandi í keppninni um Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár. Aðstandendur hátíðarinnar eru með miklar væntingar um kvikmynd Baltasars Kormáks eigi eftir að slá í gegn en kvikmynd hans Everest verður opnunarmynd hátíðarinnar.

Myndirnar sem keppa í Feneyjum

Everest kvikmyndin | 29. júlí 2015

Bandarískar kvikmyndir eru áberandi í keppninni um Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár. Aðstandendur hátíðarinnar eru með miklar væntingar um kvikmynd Baltasars Kormáks eigi eftir að slá í gegn en kvikmynd hans Everest verður opnunarmynd hátíðarinnar.

Bandarískar kvikmyndir eru áberandi í keppninni um Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár. Aðstandendur hátíðarinnar eru með miklar væntingar um kvikmynd Baltasars Kormáks eigi eftir að slá í gegn en kvikmynd hans Everest verður opnunarmynd hátíðarinnar.

Aðstandendur kvikmyndahátíðarinnar kynntu í dag hvaða myndir munu keppa um Gullna ljónið en Everest er ekki meðal þeirra sem keppa um verðlaunin.

Samkvæmt AFP barðist stjórnandi hátíðarinnar Alberto Barbera fyrir því í ár að fá myndir á hátíðina áður en þær verða sýndar í Toronto á kvikmyndahátíðinni þar. Í fyrra var það Birdman sem opnaði kvikmyndahátíðina í Feneyjum og Gravity árið á undan. En nú er það Everest með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meðal annarra leikara í myndinni eru Keira Knightley og Sam Worthington. Það er bandaríska kvikmyndaverið Universal sem framleiðir myndina. 

Myndirnar sem keppa um Gullna ljónið í Feneyjum

Frenzy, leikstjóri Emin Alper 
Heart of a Dog, leikstjóri Laurie Anderson 
Blood of My Blood, leikstjóri Marco Bellocchio 
Looking for Grace, leikstjóri Sue Brooks
Equals, leikstjóri Drake Doremus 
Remember, leikstjóri Atom Egoyan 
Beasts of No Nation, leikstjóri Cary Fukunaga 
Per amor vostro, leikstjóri Giuseppe M. Gaudino 
Marguerite, leikstjóri Xavier Giannoli 
Rabin, the Last Day, leikstjóri Amos Gitai
A Bigger Splash, leikstjóri Luca Guadagnino
The Endless River, leikstjóri Oliver Hermanus 
The Danish Girl, leikstjóri Tom Hooper 
Anomalisa, leikstjórar Charlie Kaufman, Duke Johnson 
L’attesa, leikstjóri Piero Messina 
11 minutes, leikstjóri Jerzy Skolimowski 
Francofonia, leikstjóri Aleksander Sokurov 
The Clan, leikstjóri Pablo Trapero 
Desde alla, leikstjóri Lorenzo Vigas 
L’hermine, leikstjóri Christian Vincent 
Behemoth, leikstjóri Zhao Liang

Utan keppni
Everest, leikstjóri Baltasar Kormákur opnunarmyndin
Mr. Six, leikstjóri Hu Guan lokamyndin.

Meira um keppnina

Guardian

Baltasar Kormákur
Baltasar Kormákur Photo/Jasin Boland
Everest
Everest AFP
mbl.is