Fresta úrskurði í máli blaðamanna

Egyptaland | 2. ágúst 2015

Fresta úrskurði í máli blaðamanna

Egypskur dómstóll hefur frestað um mánuð uppkvaðningu dóms í máli þriggja blaðamanna Al-Jazeera sem eru sakaðir um að hafa birt rangar fréttir og stutt við Bræðralag múslima, stjórnmálaflokk sem er nú skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Egyptalandi.

Fresta úrskurði í máli blaðamanna

Egyptaland | 2. ágúst 2015

Blaðamaðurinn Peter Greste.
Blaðamaðurinn Peter Greste. AFP

Egypskur dómstóll hefur frestað um mánuð uppkvaðningu dóms í máli þriggja blaðamanna Al-Jazeera sem eru sakaðir um að hafa birt rangar fréttir og stutt við Bræðralag múslima, stjórnmálaflokk sem er nú skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Egyptalandi.

Egypskur dómstóll hefur frestað um mánuð uppkvaðningu dóms í máli þriggja blaðamanna Al-Jazeera sem eru sakaðir um að hafa birt rangar fréttir og stutt við Bræðralag múslima, stjórnmálaflokk sem er nú skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Egyptalandi.

Þeir Peter Greste, Mohammed Fah­my og Baher Mohamed voru í júlí í fyrra dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Þeim var hins vegar sleppt úr haldi fyrr á þessu ári og var réttað aftur í máli þeirra. Þeir hafa neitað sök.

Dómur verður kveðinn upp 29. ágúst næstkomandi.

mbl.is