Gerir breytingar á kosningalöggjöf Egyptalands

Egyptaland | 2. ágúst 2015

Gerir breytingar á kosningalöggjöf Egyptalands

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur loks gert nauðsynlegar breytingar á kosningalöggjöf landsins svo að kosningar geti farið fram.

Gerir breytingar á kosningalöggjöf Egyptalands

Egyptaland | 2. ágúst 2015

Abdel Fattah al-Sisi.
Abdel Fattah al-Sisi. AFP

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur loks gert nauðsynlegar breytingar á kosningalöggjöf landsins svo að kosningar geti farið fram.

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur loks gert nauðsynlegar breytingar á kosningalöggjöf landsins svo að kosningar geti farið fram.

Kosningar áttu upphaflega að vera 21. mars og síðar 7. maí en var frestað eftir að stjórnlagadómstóll landsins sagði nokkur ákvæði í kosningalöggjöfinni ekki samræmast stjórnarskrá landsins.

Breytingar voru því gerðar í kjölfarið, en þær felast aðallega í því hvernig kjördæmum er skipt. Sisi, sem er enn æðsti yfirmaður hersins, steypti Mohamed Morsi af stóli árið 2013. Hann hefur lofað þjóð sinni þingkosningum áður en árið er út.

Kosningarnar verða þær fyrstu síðan Morsi var steypt af stóli.

mbl.is