Stjórnar þarmaflóran líkamsþyngdinni?

Þarmaflóran | 25. ágúst 2015

Stjórnar þarmaflóran líkamsþyngdinni?

„Í dag er vitað að örverur í meltingarvegi mannsins (þarmaflóran) hafa áhrif á líkamsstarfsemina á ýmsan hátt. Sem dæmi, þá ver þarmaflóran okkur gegn óæskilegum örverum (1) og hefur margskonar áhrif á heila- og taugakerfið, þar með talið geðheilsu (2),“ segir Birna Ásbjörnsdóttir í sínum nýjasta pistli á Jörth.is. Birna er að ljúka meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og stundar meistaranám við Oxfordháskóla í gagnreyndum heilbrigðisfræðum:

Stjórnar þarmaflóran líkamsþyngdinni?

Þarmaflóran | 25. ágúst 2015

Með því að næra hagstæðar örverur í meltingarvegi okkar getum …
Með því að næra hagstæðar örverur í meltingarvegi okkar getum við haft áhrif á líkamsþyngd á árangursríkari hátt en einungis að telja hitaeiningar.

„Í dag er vitað að örverur í meltingarvegi mannsins (þarmaflóran) hafa áhrif á líkamsstarfsemina á ýmsan hátt. Sem dæmi, þá ver þarmaflóran okkur gegn óæskilegum örverum (1) og hefur margskonar áhrif á heila- og taugakerfið, þar með talið geðheilsu (2),“ segir Birna Ásbjörnsdóttir í sínum nýjasta pistli á Jörth.is. Birna er að ljúka meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og stundar meistaranám við Oxfordháskóla í gagnreyndum heilbrigðisfræðum:

„Í dag er vitað að örverur í meltingarvegi mannsins (þarmaflóran) hafa áhrif á líkamsstarfsemina á ýmsan hátt. Sem dæmi, þá ver þarmaflóran okkur gegn óæskilegum örverum (1) og hefur margskonar áhrif á heila- og taugakerfið, þar með talið geðheilsu (2),“ segir Birna Ásbjörnsdóttir í sínum nýjasta pistli á Jörth.is. Birna er að ljúka meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og stundar meistaranám við Oxfordháskóla í gagnreyndum heilbrigðisfræðum:

ÞARMAFLÓRAN og ofþyngd

Rannsóknir á dýrum hafa leitt í ljós að ójafnvægi í þarmaflóru getur stuðlað að ofþyngd (3, 4). Fjölgun á ákveðnum örverum, sem nefnast Firmicutes, hefur þau áhrif að mýs þyngjast hraðar en mýs sem hafa hærra hlutfall af öðrum örverum eins og Bacteroidetes (4). Firmicutes hafa þann eiginleika að ná meiri orku úr fæðunni en aðrar örverur og frásoga t.d. hærra hlutfall fitu en örverur eins og Bacteroidetes (5, 6).

Þetta hefur verið rannsakað enn frekar á músum með enga þarmaflóru (germ-free mice). Þessar mýs eru með steríla/dauðhreinsaða görn og þeim síðan gefin þarmaflóra úr offeitum (obese) músum. Þessi aðgerð er framkvæmd með svokölluðum hægðaflutningi (fecal-transplant). Mýsnar verða offeitar án þess að fæði þeirra hafi verið breytt á nokkurn hátt (4, 6).

Þessar niðurstöður gefa til kynna að fjöldi innbyrgðra hitaeininga hefur ekki allt um það að segja hvort við þyngjumst eða léttumst.

HITAEININGAR – skipta þær máli?

Fjöldi vandaðra rannsókna sýna okkur að fæði sem er ríkt af hvítum sykri og óhollri fitu hefur slæm áhrif á heilsu okkar á margan hátt (7, 8, 9). Staðreyndin er sú að hið svokallaða vesturlanda-fæði (Western high-fat, sugary diet) eykur vöxt á óhagstæðum örverum eins í meltingarvegi mannsins. Það er mikilvægt að átta sig á að að tekur aðeins um einn sólahring að raska heilbrigðri flóru með slæmu/óhollu fæði (10).

Tilraunir á músum hafa einnig sýnt fram á árangur með því að gefa offeitum músum þarmaflóru úr grönnum einstaklingum (í þessu tilfelli mannfólki). Þannig ná mýsnar kjörþyngd á ný, án þess að fæði þeirra hafi verið breytt.

Með því að örva vöxt hagstæðra örvera í meltingarveginum er hægt að hafa áhrif á líkamsþyngd á markvissan hátt.

KERFISBUNDNAR rannsóknir á þarmaflóru og líkamsþyngd

Það eru til fjölmargar vandaðar kerfisbundnar rannsóknir (hvað eru vandaðar/kerfisbundnar rannsóknir – smelltu hér) sem staðfesta þessar niðurstöður (11). Rannsóknir á of þungum einstaklingum gefa sömu niðurstöður og tilraunir á músum hvað varðar samsetningu á þarmaflóru og líkamsþyngd. Niðurstöðurnar sýna fram á minni breidd í flóru þeirra sem eru of þungir sem síðan getur aukið líkur á alvarlegum og langvinnum sjúkdómum eins og sykursýki II og krabbameini (12).

En hvað er það sem getur helst raskað þessari mikilvægu þarmaflóru og þannig leitt til ofþyngdar og jafnvel alvarlegra sjúkdóma?

TREFJAR hafa áhrif

Í dag vitum við að trefjaríkar fæðutegundir (ávextir, grænmeti, hnetur, fræ, baunir og gróft korn) hafa jákvæð áhrif á heilsufar okkar almennt (7, 9). Umfram það mikilvæga hlutverk hafa trefjar áhrif á þarmaflóruna með því að örva vöxt hagstæðra örvera eins og Bacterotidetes (10).

Þrátt fyrir þessa vitneskju er fæðið okkar (sérstaklega á vesturlöndum) sífellt að verða innihaldsríkara af óhollri fitu, hvítum sykri og hreinsuðu korni s.s. hvítu hveiti, á kostnað náttúrlega trefja (8).

SÝKLALYF hafa líka áhrif

Í annan stað þarf að nefna ofnotkun á sýklalyfjum. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að ofnotkun sýklalyfja hamlar vöxt hagstæðra baktería í þörmum sem hefur t.d. áhrif á þroska ónæmiskerfis barna. Einnig getur ofnotkun sýklalyfja snemma á lífsleiðinni leitt til ofþyngdar og/eða margskonar sjúkdóma síðar á lífleiðinni (13, 14, 15).

Sýnt hefur verið fram á að notkun á sýklalyfjum í búfénaði hefur jafnframt skaðleg áhrif á þarmaflóru mannsins og er stöðugt verið að gera rannsóknir á þessu sviði (16).

HVAÐ er til ráða?

Mikilvægast af öllu er að neyta fjölbreyttrar og hollrar fæðu sem styður vöxt hagstæðra örvera í meltingarveginum og má þar sérstaklega nefna trefjaríkar fæðutegundir og gerjaðar afurðir á borð við súrkál, lifandi jógúrtgerla, kefir, kombucha, miso og fl. Það er einnig mikilvægt að takmarka neyslu á unnum vörum og þá sér í lagi sykri og kornmeti ásamt því að leggja áherslu á villtar dýraafurðir þegar kemur að því að velja fisk, kjöt og egg.

Með því að næra hagstæðar örverur í meltingarvegi okkar getum við haft áhrif á líkamsþyngd á árangursríkari hátt en einungis að telja hitaeiningar.

mbl.is