Var ekki sáttur við lífið

Fréttamenn myrtir í Virginíu | 26. ágúst 2015

Var ekki sáttur við lífið

Lögregluyfirvöld í Virginíu hafa staðfest að maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið fréttamann og upptökumann til bana í dag er látinn. Hann féll fyrir eigin hendi.

Var ekki sáttur við lífið

Fréttamenn myrtir í Virginíu | 26. ágúst 2015

Bill Overton ræðir við fjölmiðla.
Bill Overton ræðir við fjölmiðla. AFP

Lögregluyfirvöld í Virginíu hafa staðfest að maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið fréttamann og upptökumann til bana í dag er látinn. Hann féll fyrir eigin hendi.

Lögregluyfirvöld í Virginíu hafa staðfest að maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið fréttamann og upptökumann til bana í dag er látinn. Hann féll fyrir eigin hendi.

Lögreglustjórinn Bill Overton sagði á blaðamannafundi nú fyrir stuttu að Vester Lee Flanagan II frá Roanoke, hefði nálgast Alison Parker, 24 ára, og Adam Ward, 27 ára, þegar þau voru í beinni útsendingu og skotið á þau.

Flanagan flúði vettvang, Bridgewater Plaza í Roanoke, áður en lögregla mætti á svæðið en hún fann Ford Mustang-bifreið Flanagan, sem er einnig þekktur undir nafninu Bryce Howard, á flugvelli á svæðinu.

Flanagan er sagður hafa yfirgefið völlinn í Chevrolet Sonic-bifreið sem hann tók á leigu fyrr í mánuðinum, en lögreglu tókst að rekja ferðir hans með aðstoð ábendinga frá almenningi.

Að sögn Overton sendi Flanagan langt fax á fjölmiðil í New York en umfjöllunarefnið var atvikið í Roanoke. Fregnir höfðu borist af því fyrr í dag að fréttastofu ABC hefði borist slíkt fax.

Lögreglumenn fundu bifreið Flanagan á þjóðvegi 66, en þegar þeir gerðu tilraun til að stöðva hann gaf hann í og keyrði á. Þegar lögreglumenn nálguðust bifreiðina kom í ljós að Flanagan hefði gert tilraun til sjálfsvígs. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.

Svæðið þar sem Flanagan framdi sjálfsvíg hefur verið girt af.
Svæðið þar sem Flanagan framdi sjálfsvíg hefur verið girt af. AFP

Á blaðamannafundinum sagðist Overton ekki vilja gera Flanagan upp ástæðu fyrir árásinni en staðfesti að hann hefði verið fyrrverandi starfsmaður WDBJ7, sömu stöðvar og fórnarlömbin störfuðu fyrir.

Lögreglustjórinn sagði sönnunargögnin í málinu benda til þess að Flanagan hefði ekki verið sáttur við þá stefnu sem líf hans hefði tekið og að svo virtist sem hann hefið misst stjórn á hlutunum.

Vester Lee Flanagan var þekktur undir nafninu Bryce Williams.
Vester Lee Flanagan var þekktur undir nafninu Bryce Williams. AFP

Upptökur af morðunum hafa verið birtar á samfélagsmiðlum en Overton sagðist ekki geta staðfest að Flanagan hefði komið þeim í birtingu. Lögreglustjórinn sagðist hafa átt samskipti við fjölmiðlafólkið og að atvikið hefði verið mikið áfall.

Samkvæmt Guardian sagði í faxinu sem barst ABC að morðin hefðu verið þáttur í „kynþáttastríði“ og hefnd fyrir morð hvítra rasista á níu svörtum Bandaríkjamönnum í kirkju í Charleston í júní sl.

Kærasti Parker og samstarfsmaður hjá WDBJ7 tísti í dag:

mbl.is