Hætta sölu á öflugum rifflum

Hætta sölu á öflugum rifflum

Banda­ríska verslunarkeðjan Walmart til­kynnti í gær að ákveðið hefði verið að hætta sölu á öflugum rifflum í öllum verslunum keðjunnar í Bandaríkjunum. Í fjölda ára hefur opinber þrýstingur verið á söluaðila að taka banvæn vopn úr sölu vegna fjölda skotárása í landinu.

Hætta sölu á öflugum rifflum

Skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado | 27. ágúst 2015

AK 47 rifflar eins og þeir sem Walmart hefur tekið …
AK 47 rifflar eins og þeir sem Walmart hefur tekið úr sölu. AFP

Banda­ríska verslunarkeðjan Walmart til­kynnti í gær að ákveðið hefði verið að hætta sölu á öflugum rifflum í öllum verslunum keðjunnar í Bandaríkjunum. Í fjölda ára hefur opinber þrýstingur verið á söluaðila að taka banvæn vopn úr sölu vegna fjölda skotárása í landinu.

Banda­ríska verslunarkeðjan Walmart til­kynnti í gær að ákveðið hefði verið að hætta sölu á öflugum rifflum í öllum verslunum keðjunnar í Bandaríkjunum. Í fjölda ára hefur opinber þrýstingur verið á söluaðila að taka banvæn vopn úr sölu vegna fjölda skotárása í landinu.

Walmart er stærsti söluaðili byssa og skotfæra í landinu, en forsvarsmenn keðjunnar segja rifflana tekna úr sölu vegna minnkandi eftirspurnar eftir þeim. Í staðinn hyggjast stjórnendur verslunarinnar setja önnur skotfæri sérstaklega ætluð veiðimönnum í sölu.

Ávörðunin var tekin sama dag og fréttakona og upptökumaður bandarískrar sjónvarpsstöðvar voru myrt í skotárás í Virginíu. Byssan sem notuð var í árásinni var þó ekki úr Walmart, og að sögn Kory Lundberg, talsmanns Walmart, hafði ákvörðunin verið tekin áður en skotárásin átti sér stað.

For­seta­embætti Banda­ríkj­anna sendi í gær frá sér til­kynn­ingu um að árás­in sýni að herða þurfi regl­ur um byssu­eign í Banda­ríkj­un­um.

Riffill eins og þeir sem Walmart hefur nú tekið úr sölu var meðal annars notaður í skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado árið 2012 þar sem 12 manns létu lífið.

AFP
mbl.is