Holmes dæmdur í lífstíðarfangelsi

Holmes dæmdur í lífstíðarfangelsi

Fjölda­morðing­inn James Hol­mes sem myrti 12 manns á miðnæt­ur­sýn­ingu á Batman kvik­mynd árið 2012 var í gær formlega dæmdur í lífstíðarfangelsi án mögu­leika á reynslu­lausnDómarinn Carlos A. Samour hafði ekki kost á því að dæma Holmes til dauða þar sem kviðdómur komst ekki að einróma niðurstöðu um það fyrr í mánuðinum. 

Holmes dæmdur í lífstíðarfangelsi

Skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado | 27. ágúst 2015

James Holmes var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
James Holmes var dæmdur í lífstíðarfangelsi. AFP

Fjölda­morðing­inn James Hol­mes sem myrti 12 manns á miðnæt­ur­sýn­ingu á Batman kvik­mynd árið 2012 var í gær formlega dæmdur í lífstíðarfangelsi án mögu­leika á reynslu­lausnDómarinn Carlos A. Samour hafði ekki kost á því að dæma Holmes til dauða þar sem kviðdómur komst ekki að einróma niðurstöðu um það fyrr í mánuðinum. 

Fjölda­morðing­inn James Hol­mes sem myrti 12 manns á miðnæt­ur­sýn­ingu á Batman kvik­mynd árið 2012 var í gær formlega dæmdur í lífstíðarfangelsi án mögu­leika á reynslu­lausnDómarinn Carlos A. Samour hafði ekki kost á því að dæma Holmes til dauða þar sem kviðdómur komst ekki að einróma niðurstöðu um það fyrr í mánuðinum. 

20. júlí 2012 gekk Hol­mes inn á miðnæt­ur­for­sýn­ingu Batman mynd­ar­inn­ar The Dark Knig­ht Rises, vopnaður riffli, hagla­byssu og skamm­byssu. Að sögn sak­sókn­ara í mál­inu var Hol­mes með háa raf­tónlist í eyr­un­um á meðan árás­inni stóð „til þess að heyra ekki öskrin“.

Kviðdóm­ur, sem sam­an­stóð af níu kon­um og þrem­ur körl­um, hafnaði því í síðasta mánuði að Hol­mes hafði verið lög­lega geðveik­ur þegar hann myrti tólf manns í kvik­mynda­húsi í Col­orado í júlí 2012 og særði 70. Hol­mes var dæmd­ur sek­ur í síðasta mánuði en verj­end­ur hans höfðu reynt að halda því fram að hann hefði ekki verið heill á geði þegar hann framdi árás­ina. Sak­sókn­ar­ar kröfðust þess við rétt­ar­höld­in að Hol­mes yrði tek­inn af lífi.

Fyrr í þessum mánuði var það síðan til­kynnt að Hol­mes fengi að lifa en yrði í fang­elsi til æviloka. Til að dæma mann til dauða í Col­orado þarf kviðdóm­ur að kom­ast að ein­róma niður­stöðu og tókst það ekki.

Að mati sak­sókn­ara var árás­in aug­ljós­lega skipu­lögð þar sem Hol­mes hafi safnað sam­an vopn­um í marga mánuði.

Ætt­ingj­ar fórn­ar­lamba Hol­mes voru marg­ir ósa­mála um ör­lög morðingj­ans. Sum­ir vilja ekki að hann verði tek­inn af lífi, enda tek­ur það oft mörg ár með til­heyr­andi áfrýj­un­um. Marg­ir vilja að mál­inu ljúki sem fyrst og líta á lífstíðarfang­els­is­dóm sem bestu leiðina til þess.

Holmes hefur verið greindur með geðklofa og gæti endað á geðsjúkrahúsi eftir að hafa afplánað einhvern hluta dómsins samkvæmt miðlum vestanhafs.

mbl.is