Byssan stóð á sér

Fréttamenn myrtir í Virginíu | 28. ágúst 2015

Byssan stóð á sér

Vester Flanagan reyndi ítrekað að skjóta Vicki Gardner, en tókst aðeins að hleypa af einu skoti vegna galla í byssunni sem hann notaði. Gardner er framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake og var í viðtali við fjölmiðlafólkið Alison Parker og Adam Ward þegar þau voru myrt af fyrrverandi samstarfsmanni í Virginíu á miðvikudag.

Byssan stóð á sér

Fréttamenn myrtir í Virginíu | 28. ágúst 2015

Gardner var í viðtali í beinni útsendingu þegar árásin átti …
Gardner var í viðtali í beinni útsendingu þegar árásin átti sér stað. Fréttamaðurinn og upptökumaðurinn létust af sárum sínum. AFP

Vester Flanagan reyndi ítrekað að skjóta Vicki Gardner, en tókst aðeins að hleypa af einu skoti vegna galla í byssunni sem hann notaði. Gardner er framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake og var í viðtali við fjölmiðlafólkið Alison Parker og Adam Ward þegar þau voru myrt af fyrrverandi samstarfsmanni í Virginíu á miðvikudag.

Vester Flanagan reyndi ítrekað að skjóta Vicki Gardner, en tókst aðeins að hleypa af einu skoti vegna galla í byssunni sem hann notaði. Gardner er framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake og var í viðtali við fjölmiðlafólkið Alison Parker og Adam Ward þegar þau voru myrt af fyrrverandi samstarfsmanni í Virginíu á miðvikudag.

Gardner hefur verði haldið sofandi frá því að árásin átti sér stað en er vöknuð og dvelur á Carilion Roanoke Memorial-sjúkrahúsinu.

„Hann skaut þrisvar að eiginkonu minni og hún reyndi að víkja sér undan,“ sagði eiginmaður Gardner í samtali við ABC. „Tvisvar hitti hann ekki og þá kastaði hún sér í jörðina og hnipraði sig saman og þá gekk hann að henni og skaut hana í bakið.“

Talsmaður réttarmeinarfræðings Virginíu í Roanoke sagði fyrr í dag að bæði Parker og Ward hefðu látist af völdum skotsára. Parker hefði verið skotin í höfuðið og brjóstið og Ward í höfuðið og bringuna.

Allt að 40.000 manns eru talin hafa fylgst með árásinni í beinni útsendingu WDBJ. Stöðin hefur ekki gert hlé á útsendingum, en starfsmenn stöðvarinnar hafa átt erfitt með að halda aftur tárunum eftir að samstarfsfélagar þeirra voru myrtir. Strax í kjölfar árásarinnar óttuðust sumir starfsmanna WDBJ að árásarmaðurinn myndi mæta á stöðina og drepa fleiri.

Guardian sagði frá.

mbl.is