Vester Flanagan reyndi ítrekað að skjóta Vicki Gardner, en tókst aðeins að hleypa af einu skoti vegna galla í byssunni sem hann notaði. Gardner er framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake og var í viðtali við fjölmiðlafólkið Alison Parker og Adam Ward þegar þau voru myrt af fyrrverandi samstarfsmanni í Virginíu á miðvikudag.
Vester Flanagan reyndi ítrekað að skjóta Vicki Gardner, en tókst aðeins að hleypa af einu skoti vegna galla í byssunni sem hann notaði. Gardner er framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake og var í viðtali við fjölmiðlafólkið Alison Parker og Adam Ward þegar þau voru myrt af fyrrverandi samstarfsmanni í Virginíu á miðvikudag.
Vester Flanagan reyndi ítrekað að skjóta Vicki Gardner, en tókst aðeins að hleypa af einu skoti vegna galla í byssunni sem hann notaði. Gardner er framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake og var í viðtali við fjölmiðlafólkið Alison Parker og Adam Ward þegar þau voru myrt af fyrrverandi samstarfsmanni í Virginíu á miðvikudag.
Gardner hefur verði haldið sofandi frá því að árásin átti sér stað en er vöknuð og dvelur á Carilion Roanoke Memorial-sjúkrahúsinu.
„Hann skaut þrisvar að eiginkonu minni og hún reyndi að víkja sér undan,“ sagði eiginmaður Gardner í samtali við ABC. „Tvisvar hitti hann ekki og þá kastaði hún sér í jörðina og hnipraði sig saman og þá gekk hann að henni og skaut hana í bakið.“
Talsmaður réttarmeinarfræðings Virginíu í Roanoke sagði fyrr í dag að bæði Parker og Ward hefðu látist af völdum skotsára. Parker hefði verið skotin í höfuðið og brjóstið og Ward í höfuðið og bringuna.
Allt að 40.000 manns eru talin hafa fylgst með árásinni í beinni útsendingu WDBJ. Stöðin hefur ekki gert hlé á útsendingum, en starfsmenn stöðvarinnar hafa átt erfitt með að halda aftur tárunum eftir að samstarfsfélagar þeirra voru myrtir. Strax í kjölfar árásarinnar óttuðust sumir starfsmanna WDBJ að árásarmaðurinn myndi mæta á stöðina og drepa fleiri.