Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt þrjá blaðamenn í þriggja ára fangelsi vegna starfa þeirra fyrir al-Jazeera English. Þeir voru fundnir sekir um að hafa starfað án leyfis og fyrir að birta efni skaðlegt Egyptalandi.
Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt þrjá blaðamenn í þriggja ára fangelsi vegna starfa þeirra fyrir al-Jazeera English. Þeir voru fundnir sekir um að hafa starfað án leyfis og fyrir að birta efni skaðlegt Egyptalandi.
Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt þrjá blaðamenn í þriggja ára fangelsi vegna starfa þeirra fyrir al-Jazeera English. Þeir voru fundnir sekir um að hafa starfað án leyfis og fyrir að birta efni skaðlegt Egyptalandi.
Mál mannanna þriggja; Mohamed Fahmy, Baher Mohamed og Peter Greste, þykir til marks um hversu grafið hefur verið undan fjölmiðlafrelsinu í Egyptalandi frá því að forsetanum Mohamed Morsi var steypt af stóli.
Fahmy og Mohamed voru fluttir í varðhald þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp, en Greste var fjarverandi þar sem hann var sendur úr landi heim til Ástralíu í febrúar sl.
Dómarinn í málinu, Hassan Farid, sagði að það væri mat dómstólsins að mennirnir væru ekki blaðamenn. Dómsuppkvaðningin vakti mikið fjaðrafok í dómsalnum meðal blaðamanna, erlendra sendifulltrúa og ástvina dæmdu.
„Ég er í sjokki. Mín eina von er að hann verði sendur úr landi, af því að þessi réttarhöld voru grín. Engin málsmeðferð, engin rök. Allt benti til þess að þess að þeir yðru hreinsaðir af ákærum í dag,“ sagði Adel, bróðir Fahmy.
Amal Clooney, lögmaður Fahmy, sagði dóminn svívirðilegan. „Kanadíski sendiherrann og ég munum eiga röð funda með egypskum embættismönnum þar sem við munum fara fram á að herra Fahmy verði fluttur til Kanada og veitt sakaruppgjöf,“ sagði hún.
Greste sagði hneyksli að hann og kollegar hans hefðu verið fundnir sekir þegar engin sönnunargögn lægju því til grundvallar. Hann sagði að hann hefði alltaf óttast að þeir yrðu dæmdir sekir af pólitískum ástæðum, en sagði að dómstóllinn hefði getað komist að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu þegar tekið út refsinguna í gæsluvarðhaldi.
<blockquote class="twitter-tweet">Shocked. Outraged. Angry. Upset. None of them convey how I feel right now. 3 yr sentences for <a href="https://twitter.com/Bahrooz">@bahrooz</a>, <a href="https://twitter.com/MFFahmy11">@MFFahmy11</a> and me is so wrong.
— Peter Greste (@PeterGreste) <a href="https://twitter.com/PeterGreste/status/637544694579249152">August 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>Blaðamennirnir voru handteknir í desember 2013 og ákærðir fyrir að birta ósannar fréttir og fyrir að eiga í samstarfi við Bræðralag múslima, en samtökin hafa verið lýst hryðjuverkasamtök í Egyptalandi.