„Maður heldur alltaf að botninum sé náð“

Fréttamenn myrtir í Virginíu | 1. september 2015

„Maður heldur alltaf að botninum sé náð“

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fréttakonan Alison Parker var skotin í beinni útsendingu í síðustu viku, kom faðir hennar fram í fjölmiðlum og sagðist ætla að tileinka lífi sínu því að byssulöggjöf verði hert í Bandaríkjunum.

„Maður heldur alltaf að botninum sé náð“

Fréttamenn myrtir í Virginíu | 1. september 2015

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fréttakonan Alison Parker var skotin í beinni útsendingu í síðustu viku, kom faðir hennar fram í fjölmiðlum og sagðist ætla að tileinka lífi sínu því að byssulöggjöf verði hert í Bandaríkjunum.

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fréttakonan Alison Parker var skotin í beinni útsendingu í síðustu viku, kom faðir hennar fram í fjölmiðlum og sagðist ætla að tileinka lífi sínu því að byssulöggjöf verði hert í Bandaríkjunum.

New York Magazine greinir frá þessu.

Faðir Parker, Andy Parker, var gestur í þættinum State of the Union á CNN á sunnudaginn. Þar sagðist hann hafa verið í sambandi við Mark Kelly, eiginmann fyrrverandi þingkonunnar Gabrielle Giffords og fulltrúa Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóra New York. Gifford hefur barist fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir að hún lifði af byssuskot í höfuðið árið 2011.

„Maður heldur alltaf að botninum sé náð. Við héldum að þegar að Gabby var skotin, að eitthvað myndi gerast. Síðan gerðist árásin í Sandy Hook og við héldum að eitthvað myndi gerast þá. Sama með hörmungarnar í Aurora. En aldrei gerist neitt,“ sagði Parker.

Hann hét því jafnframt að hann og hans fjölskylda myndu koma breytingum í gegn.

Parker sagðist jafnframt ekki hafa horft á sjónvarp síðan dóttir hans lést og að hann hugsi ekki mikið um Vester Lee Flanagan, morðingja hennar. „En það sem ég hugsa út í er að þetta var andlega veikur maður sem fékk að kaupa byssu,“ sagði hann. Hann gagnrýndi einnig orð forsetaframbjóðandans Donald Trump sem sagði á dögunum að skotárásir snerust um andleg veikindi, ekki byssur. „Það er tenging á milli andlegra veikinda og byssa. Það þarf að vera einhverjar reglur í gildi sem hindra fólk í að ná sér í byssur.“

Móðir Alison Parker, Barbara Parker, tók í sama streng. „Ef þú ert foreldri, ef þú ert móðir, ef þú átt börn, getur þú horft í augun á þeim og sagt að við séum tilbúin að leggja líf þitt að veði til þess að viðhalda einhverju sem sumir líta á sem stjórnarskrárleg réttindi sín?“

Andy Parker gagnrýndi jafnframt þingmenn frá Virginíu fyrir að verja byssulöggjöfina í The Washington Post um helgina. Hann gagnrýndi t.d. Bob Goodlatte fyrir að hafa ekki nýtt sín tækifæri til þess að ræða byssulöggjöfina. „Hann hefur neitað að leiða umræður um málin og hefur gert ekkert til þess að stöðva blóðbaðið,“ skrifaði Parker.

mbl.is