Baltasar Kormákur mun taka höndum saman við Ridley Scott við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar byggðrar á íslenska tölvuleiknum Eve Online. Frá þessu greinir Variety.
Baltasar Kormákur mun taka höndum saman við Ridley Scott við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar byggðrar á íslenska tölvuleiknum Eve Online. Frá þessu greinir Variety.
Baltasar Kormákur mun taka höndum saman við Ridley Scott við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar byggðrar á íslenska tölvuleiknum Eve Online. Frá þessu greinir Variety.
Framleiðslufyrirtækin RVK Studios og Scott Free standa nú í viðræðum við mögulega fjárfesta með það fyrir augum að framleiða prufuþátt (e. pilot) fyrir þáttaröðina.
Eins og aðdáendur Eve Online vita gerist leikurinn í framtíðinni, eftir um 21 þúsund ár nánar tiltekið, í vetrarbraut sem inniheldur 7.800 stjörnukerfi. Þátttakendur í leiknum eiga sér sínar persónur sem vinna ákveðin störf, mynda lið og berjast gegn öðrum þátttakendum. Áskrifendur að leiknum eru í dag um 400 þúsund talsins.
Ridley Scott er einn þekktasti „sci-fi“-leikstjóri heims og á að baki myndir á borð við Alien og Blade Runner. Hann er kunnugur Íslandi og Íslendingum fyrir þar sem hann tók kvikmyndina Halo upp á Íslandi að hluta árið 2014.