Ákæruvaldið sækist eftir dauðarefsingu

Fjöldamorð í Charleston | 3. september 2015

Ákæruvaldið sækist eftir dauðarefsingu

Málsflutningsmaður í Suður-Karólínu ríki Bandaríkjanna mun tilkynna í dag hvort að ákæruvaldið ætli að sækjast eftir dauðarefsingu í máli Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston í júní.

Ákæruvaldið sækist eftir dauðarefsingu

Fjöldamorð í Charleston | 3. september 2015

Fórnarlambanna hefur verið minnst fyrir utan kirkjuna.
Fórnarlambanna hefur verið minnst fyrir utan kirkjuna. AFP

Málsflutningsmaður í Suður-Karólínu ríki Bandaríkjanna mun tilkynna í dag hvort að ákæruvaldið ætli að sækjast eftir dauðarefsingu í máli Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston í júní.

Málsflutningsmaður í Suður-Karólínu ríki Bandaríkjanna mun tilkynna í dag hvort að ákæruvaldið ætli að sækjast eftir dauðarefsingu í máli Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston í júní.

Roof, sem er 21 árs gamall, hefur verið ákærður fyrir morðin níu en einnig hlotið 33 ákærur fyrir aðra glæpi, þar á meðal tilraun til manndráps.  

Málflutningsmaðurinn Scarlett Wilson greindi frá því að hún myndi tilkynna ákvörðunina á blaðamannafundi í dag. Roof gekk inn í sögufræga kirkju í miðborg Charleston þann 17. júní en þar skaut hann níu til bana og særði þrjá. Fórnarlömb hans voru öll þeldökk og hefur verið litið á árásina sem hatursglæp.

Eftir að Roof var handtekinn viðurkenndi hann að hafa viljað koma „stríði á milli kynþátta af stað“. Hann sagðist jafnframt hafa næstum því hætt við að fremja ódæðið þar sem að allir í kirkjunni voru svo almennilegir við hann.

Roof kemur fram fyrir dómara næst í október.

Uppfært:17:52

Samkvæmt dómsskjölum sem afhent voru yfirvöldum í dag mun ákæruvaldið sækjast eftir dauðadómi í málinu. Er það gert vegna þess að fleiri en tveir létu lífið og að Roof hafi ógnað lífum annarra.

Saksóknarar í málinu munu leggja fram sönnunargögn eins og andlega heilsu sakborningsins, glæpaferil og það að hann virðist ekki sjá eftir gjörðum sínum til þess að tryggja dauðadóminn. Fox News greinir frá þessu.

Dylann Roof er 21 árs gamall. Hann hefur verið ákærður …
Dylann Roof er 21 árs gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir níu morð. AFP
mbl.is