„Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirlýsingu vegna kæru Seðlabanka Íslands á hendur honum og þremur öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Þorsteinn bendir á að embætti sérstaks saksóknara hafi í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að kærur bankans væru tilhæfulausar. Þá segir hann yfirlýsingu Seðlabankans sem send var fjölmiðlum í kvöld vera enn ein tilraun til þess að breiða yfir rangfærslur og mistök.
„Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirlýsingu vegna kæru Seðlabanka Íslands á hendur honum og þremur öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Þorsteinn bendir á að embætti sérstaks saksóknara hafi í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að kærur bankans væru tilhæfulausar. Þá segir hann yfirlýsingu Seðlabankans sem send var fjölmiðlum í kvöld vera enn ein tilraun til þess að breiða yfir rangfærslur og mistök.
„Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirlýsingu vegna kæru Seðlabanka Íslands á hendur honum og þremur öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Þorsteinn bendir á að embætti sérstaks saksóknara hafi í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að kærur bankans væru tilhæfulausar. Þá segir hann yfirlýsingu Seðlabankans sem send var fjölmiðlum í kvöld vera enn ein tilraun til þess að breiða yfir rangfærslur og mistök.
Yfirlýsing Þorsteins Más í heild:
„Embætti sérstaks saksóknara hefur nú í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn hafi sent frá sér tilhæfulausar kærur. Tilkynning Seðlabankans, sem send var fjölmiðlum kl. 19, er enn ein tilraun bankans til að breiða yfir eigin rangfærslur og mistök og afvegaleiða umræðuna. Niðurstaða sérstaks saksóknara er ótvíræð og byggir á nákvæmri rannsókn þeirra á gögnum málsins og ásökunum bankans.
Orðrétt segir: „Nánar tiltekið taldi embættið að það sem fram kom við rannsókn málsins um ætluð brot og atvik þeim tengd benti ekki til að hugsanleg persónuleg refsiábyrgð [mín] eða annarra kærðra einstaklinga á ætluðum brotum í málinu gæti komið til álita. Þegar af þeirri ástæðu lauk embættið meðferð sinni á viðkomandi sakarefnum málsins enda nægði hún til að útiloka að komið gæti til höfðunar sakamáls vegna ætlaðra brota.“
Eftir mikla og nákvæma rannsókn sérstaks saksóknara var niðurstaðan skýr: Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga. Byggði niðurfelling málsins eingöngu á þeirri niðurstöðu embættisins og hefur ekkert að gera með skýrleika laga líkt og bankinn heldur fram. Málatilbúnaður Seðlabankans hefur frá upphafi verið tilhæfulaus. Niðurstaða sérstaks saksóknara staðfestir það einfaldlega.
Orðalag Seðlabankans í tilkynningu sinni nú í kvöld þess efnis „að hann muni framfylgja lögum um gjaldeyrismál af staðfestu, samviskusemi og sanngirni“ er eins fjarstæðukennt og hugsast getur. Seðlabankinn hefur misbeitt valdi sínu á fordæmalausan hátt gagnvart Samherja og starfsfólki þess. Ítrekað hefur bankinn orðið uppvís að ósannindum sem staðfest hefur verið af bæði af dómstólum og sérstökum saksóknara.“