Brotist var inn í bílskúra Force India í Monza að kvöldi laugardags og stolið þaðan stýrishjóli.
Brotist var inn í bílskúra Force India í Monza að kvöldi laugardags og stolið þaðan stýrishjóli.
Brotist var inn í bílskúra Force India í Monza að kvöldi laugardags og stolið þaðan stýrishjóli.
Að sögn bklaðsins La Republicca er stýrishjólið metið á 100.000 evrur en það er í raun stjórntölva- og heili keppnisbílsins. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglu.
Atvikið hafði ekki áhrif á þátttöku liðsins í kappakstrinum á sunnudag því um varastýri var að ræða sem stolið var. Og þrátt fyrir atvikið skiluðu báðir bílar Force India sér í mark í stigasæti en Sergio Perez varð sjötti í mark og Nico Hülkenberg sjöundi.
Formúluliðin verða öðru hverju fórnarlömb óprúttinna náunga. Þess er skemmst að minnast, að í desember í fyrra braust þjófagengi inn í höfuðstöðvar Red Bull í Milton Keynes í Englandi og stal 60 verðlaunagripum. Margir þeirra fundust í vatni skammt frá þegar nær var liðið jólum.