Í bréfi til starfsmanna Samherja segist Þorsteinn Már Baldursson aldrei hafa útilokað að einhvers staðar kynnu að hafa átt sér mistök. Hins vegar hafi hann og aðrir stjórnendur unnið eftir bestu vitund.
Í bréfi til starfsmanna Samherja segist Þorsteinn Már Baldursson aldrei hafa útilokað að einhvers staðar kynnu að hafa átt sér mistök. Hins vegar hafi hann og aðrir stjórnendur unnið eftir bestu vitund.
Í bréfi til starfsmanna Samherja segist Þorsteinn Már Baldursson aldrei hafa útilokað að einhvers staðar kynnu að hafa átt sér mistök. Hins vegar hafi hann og aðrir stjórnendur unnið eftir bestu vitund.
„Þetta mál hefði geta klárast mun fyrr ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá Seðlabankanum. Hins vegar virðist alltaf hafa verið lengra seilst til að finna höggstað á okkur til að réttlæta þessar hörðu aðgerðir í upphafi,“ segir Þorsteinn.
Fyrir helgi felldi embætti sérstaks saksóknara niður mál á hendur Þorsteini og nokkrum starfsmönnum Samherja er varðaði meint brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál.
Í yfirlýsingu Seðlabankans segir að embættið hafi ekki talið sakfellingu mögulega vegna meintra brota sem urðu á tímabilinu 15. desember 2008 til 31. október 2009 vegna þess að samþykki viðskiptaráðherra við útgáfu reglna gjaldeyrismál sem settar voru í desember 2008 var ekki tryggt með viðunandi hætti.
„Mitt mat er að innrás Seðlabankans og sú atburðarás sem fylgdi í kjölfarið sé fordæmalaus misbeiting á valdi sem gerð var á skipulegan hátt til að valda sem mestu tjóni,“ segir Þorsteinn Már í bréfinu.
„Því miður eru, eins og í okkar tilfelli, oft margir einstaklingar og fjölskyldur á bakvið hvert mál. Margir hverjir hafa þurft að bera þá þungu byrði að vera kærðir til sérstaks saksóknara fyrir meiri háttar brot sem löngu síðar kemur í ljós að hafi ekki verið fótur fyrir. Eftir stendur skaðað mannorð og fjárhagslegt tjón sem aldrei fæst bætt,“ segir Þorsteinn.
Þá segir hann löngu tímabært að æðsta stjórn bankans axli ábyrgð með því að grípa inn í og stöðva „þessa misbeitingu valds og kalla menn til ábyrgðar til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Þorsteinn hyggst senda bankaráði opið bréf þess efnis á næstu dögum.
Hann segir Seðlabankann hafa reynt að breiða yfir aðgerðir sínar í máli þessu með því að vísa til óskýrleika laga sem afsökun fyrir niðurfellingunni.
„Þetta er ekki rétt. Bankinn þekkti lögin,“ segir Þorsetinn og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til saknæmrar háttsemi hans eða annarra starfsmanna Samherja. „Byggði niðurfelling málsins eingöngu á þeirri efnislegu niðurstöðu embættisins,“ segir hann og þakkar að lokum starfsmönnum fyrir stuðninginn í gegnum málið. „Hann hefur verið mér mjög mikilvægur,“ segir Þorsteinn.