Konan sem var í viðtali á bandarískri sjónvarpsstöð þegar að byssumaður hóf skothríð á starfsfólk stöðvarinnar í síðasta mánuði hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi.
Konan sem var í viðtali á bandarískri sjónvarpsstöð þegar að byssumaður hóf skothríð á starfsfólk stöðvarinnar í síðasta mánuði hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi.
Konan sem var í viðtali á bandarískri sjónvarpsstöð þegar að byssumaður hóf skothríð á starfsfólk stöðvarinnar í síðasta mánuði hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi.
Vicki Gardner, sem var skotin í bakið, var útskrifuð af sjúkrahúsi í gær. NBC greinir frá þessu.
Gardner er framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake og var í viðtali við fjölmiðlafólkið Alison Parker og Adam Ward þegar þau voru myrt af fyrrverandi samstarfsmanni 26. ágúst.
Byssumaðurinn, Vester Flanagan, féll fyrir eigin hendi sama dag. Hann hafði starfað með fólkinu á sjónvarpsstöðinni en var sagt upp fyrir nokkrum árum.
Gardner undirgekkst tvær aðgerðir eftir árásina og missti hægra nýrað samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hennar. Talsmaður fjölskyldunnar greindi frá því að Gardner myndi eftir árásinni.