Segir Houston hafa kallað dóttur sína til himna

Whitney Houston látin | 14. september 2015

Segir Houston hafa kallað dóttur sína til himna

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bobby Brown segir næsta víst að hlutirnir hefðu orðið öðruvísi ef hann hefði verið hjá dóttur sinni, Bobbi Kristina, dagana áður en hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Atlanta.

Segir Houston hafa kallað dóttur sína til himna

Whitney Houston látin | 14. september 2015

Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni, Whitney Houston.
Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni, Whitney Houston. mbl.is/Cover Media

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bobby Brown segir næsta víst að hlutirnir hefðu orðið öðruvísi ef hann hefði verið hjá dóttur sinni, Bobbi Kristina, dagana áður en hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Atlanta.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bobby Brown segir næsta víst að hlutirnir hefðu orðið öðruvísi ef hann hefði verið hjá dóttur sinni, Bobbi Kristina, dagana áður en hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Atlanta.

Brown hefur nú rætt um dauða dóttur sinnar í fyrsta sinn frá því að hún lést í júlí. „Ef ég hefði getað verið þarna tveimur dögum fyrr þá hefði þetta ekki gerst.,“ sagði Brown í spjallþættinum The Real á Fox-sjónvarpsstöðinni. 

Bobbi Kristina var eina dóttir Browns og Whitney Houston. Bobbi Kristina hlaut alvarlegar heilaskemmdir en hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í janúar. 

Brown segist hafa vonað í marga mánuði að hún myndi lifa.

„Við biðum fyrir henni og vonuðum það besta í hálft ár, en þegar guð kallar, þá kallar hann.“ Brown sagði að hann héldi að Houston hefði verið tilbúin að fá dóttur sína til himna. 

„Ég er nokkuð viss um að móðir hennar var...hafði eitthvað hlutverk, „komum henni hingað upp“,“ sagði Brown en Houston lést fyrir nokkrum árum. „Henni hefur ekki liðið vel, býst ég við. Svo hún kallaði dóttur mína til sín.“

Frétt Sky.

Bobbi Kristina.
Bobbi Kristina. AFP
mbl.is