Vester Flanagan sagði ekki orð þegar hann gekk að fréttafólki WDBJ, sem var að taka upp viðtal við gestamiðstöð Smith Mountain Lake í Roanoke, og skaut á fyrrum samstarfsfélaga sína. Viðtalsefnið, Vicki Gardner, framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake, missti nýra og hluta úr ristlinum í árásinni, en hefur nú tjáð sig um hana í fyrsta sinn.
Vester Flanagan sagði ekki orð þegar hann gekk að fréttafólki WDBJ, sem var að taka upp viðtal við gestamiðstöð Smith Mountain Lake í Roanoke, og skaut á fyrrum samstarfsfélaga sína. Viðtalsefnið, Vicki Gardner, framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake, missti nýra og hluta úr ristlinum í árásinni, en hefur nú tjáð sig um hana í fyrsta sinn.
Vester Flanagan sagði ekki orð þegar hann gekk að fréttafólki WDBJ, sem var að taka upp viðtal við gestamiðstöð Smith Mountain Lake í Roanoke, og skaut á fyrrum samstarfsfélaga sína. Viðtalsefnið, Vicki Gardner, framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Smith Mountain Lake, missti nýra og hluta úr ristlinum í árásinni, en hefur nú tjáð sig um hana í fyrsta sinn.
„Ég sá bara hreyfingu og svo skothríð. Ótal skot,“ sagði Gardner í samtali við Fox News. „Frá því ríkti mikil ringulreið.“
Gardner var að einbeita sér að upptökuvélinni þegar hún sá eitthvað hreyfast útundan sér. Það var Flanagan, sem gekk að tökuliðinu og skaut blaðamanninn Alison Parker og upptökumanninn Adam Ward til bana. Bæði voru skotin í höfuðið og búkinn.
Gardner taldi víst að hún væri næst.
„Ég skynjaði þögn og að allir væru á jörðinni. Og ég vissi ekki hvar [Flanagan] var. Ég var sannfærð um að næsta skot - ég vissi það - að í næsta skoti myndi hann skjóta mig í höfuðið, því það var það sem hann var að gera.“
<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JjOa2i0vh_A" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>Það var eðlisávísunin sem fékk Gardner til að falla til jarðar, þar sem hún kom sér fyrir í fósturstellingu og þóttist látin. Flanagan gaf ekki frá sér hljóð á meðan hann gekk um á vettvangi, en að lokum snéri hann sér að Gardner og skaut hana í bakið.
„Hefði ég staðið þá væri ég ekki að tala við þig,“ segir hún.
Gardner sagðist sannfærð um að byssukúlan hefði farið gegnum hryggjarsúluna og lamað sig. Sem fyrr segir þurfti að fjarlægja nýra og hluta ristilsins, en Gardner var útskrifuð af sjúkrahúsi 7. september sl.
„Ég er glöð að vera hérna,“ sagði hún við fréttamann Fox News. Hún sagðist hafa horft á myndband af árásinni en að hún treysti sér ekki til að snúa aftur á vettvang morðanna.
Unnusti Parker, sem var sömuleiðis samstarfsmaður hennar hjá WDBJ, snéri aftur til vinnu á mánudag og klæddist bindi sem Parker gaf honum á Valentínusardag. „Ég hef svarið við því hvað við þurfum að gera,“ sagði hann. „Það er að tjá ást, ekki hatur.“