„Fullnaðarsigur í Icesave-málinu“

Icesave | 18. september 2015

„Fullnaðarsigur í Icesave-málinu“

„Óska landsmönnum til hamingju með fullnaðarsigur í Icesave-málinu. Hollendingar og Bretar hafa fallið frá öllum kröfum vegna Icesave-málsins og taka því sem þeim hefur staðið til boða frá upphafi. Málinu endanlega lokið.“

„Fullnaðarsigur í Icesave-málinu“

Icesave | 18. september 2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Óska landsmönnum til hamingju með fullnaðarsigur í Icesave-málinu. Hollendingar og Bretar hafa fallið frá öllum kröfum vegna Icesave-málsins og taka því sem þeim hefur staðið til boða frá upphafi. Málinu endanlega lokið.“

„Óska landsmönnum til hamingju með fullnaðarsigur í Icesave-málinu. Hollendingar og Bretar hafa fallið frá öllum kröfum vegna Icesave-málsins og taka því sem þeim hefur staðið til boða frá upphafi. Málinu endanlega lokið.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vísar hann til samkomulags á milli Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) við hollenska seðlabankans og breski innstæðutryggingasjóðsins um lokauppgjör krafna sem Landsbanki Íslands safnaði í útibúum sínum í Amsterdam og London undir vörumerkinu Icesave.

Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu að beina kröfum sínum að TIF, sem er sjálfseignarstofnun sem fjármálafyrirtæki hér á landi eiga aðild að, eftir að EFTA-dómstóllinn kvað upp þann dóm í byrjun árs 2013 að íslenska ríkið væri ekki ábyrgt fyrir Icesave-innistæðunum. Áður hafði tveimur samningum um málið verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum þar sem gert var ráð fyrir að ábyrgðin á innistæðunum félli á ríkið.

Samið var um að TIF greiddi hollenska seðlabankanum og breska innistæðutryggingasjóðnum 20 milljarða króna en upphafleg krafa á hendur sjóðnum hljóðaði upp á tæpa 556 milljarða króna. Stærstan hluta þess fjármagns hafa Bretar og Hollendingar fengið úr þrotabúi Landsbanka Íslands í samræmi við neyðarlögin sem sett voru í kjölfar falls viðskiptabankanna þriggja haustið 2008.

Óska landsmönnum til hamingju með fullnaðarsigur í Icesave málinu. Hollendingar og Bretar hafa fallið frá öllum kröfum...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Friday, September 18, 2015
mbl.is